19.2.2009 | 20:51
Lúðvík hættir í stjórnmálum - uppstokkun í SF
Ég verð að viðurkenna að ákvörðun Lúðvíks Bergvinssonar um að hætta í stjórnmálum kom mér á óvart að sumu leyti, enda taldi ég að hann myndi frekar fara í framboð í Kraganum en hætta alveg í pólitík. Ljóst varð í raun eftir ákvörðun um að kona og karl verði að vera í tveim efstu sætum í Suðrinu að hann færi varla í framboð þar og tæki annan slag við Björgvin G. Sigurðsson. Kannski má segja að pólitísk örlög Lúðvíks hafi í raun ráðist þegar hann tapaði fyrir Björgvini í prófkjörinu haustið 2006 og missti af tækifærinu að leiða Samfylkinguna í Suðrinu, eftir að hafa áður tapað leiðtogaslag fyrir Margréti Frímannsdóttur árið 2002.
Samt kom ákvörðun Gunnars Svavarssonar, kjördæmaleiðtoga Samfylkingarinnar í Kraganum, um að hætta í pólitík mér mun meira á óvart, enda hefur hann setið á þingi í innan við tvö ár og í raun ekki reynt mikið á hann sem alvöru foringjaefni, þó hann hafi vissulega staðið vaktina í fjárlaganefndinni á þessu kjörtímabili og stundum við mjög erfiðar aðstæður. Gunnar fékk ekki ráðherrastól eftir kosningarnar 2007 og varð að horfa upp á þriðja mann á lista, sem hafði tapað leiðtogaslag við hann, verða ráðherra vegna kynjakvóta.
En Lúðvík hefur setið á þingi í fjórtán ár og átt að sumu leyti merkilegan stjórnmálaferil. Honum tókst að verða fyrsti maðurinn sem náði kjöri fyrir Alþýðuflokkinn í gamla Suðurlandskjördæmi frá því Magnús H. Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sat á þingi, nokkuð sem Árna Gunnarssyni mistókst árið 1991. Lúðvík átti að mörgu leyti góð ár framan af en hefur tapað nokkrum mikilvægum pólitískum átökum að undanförnu; tapaði leiðtogaslag fyrir Margréti og Björgvini og varaformannsslag árið 2005.
Sumir tala um að stefni í litlar pólitískar uppstokkanir og breytingar. Flestir flokkar opna sín mál í prófkjörum og sumir gefa sér að flokksmenn samþykki sömu listana og allt sama fólkið aftur í frontinn. Við megum þó ekki gleyma því að flokksmenn eru í mörgum tilfellum ósáttir og þeir geta vel staðið fyrir breytingum og fellt þingmenn ef þeir eru ósáttir. Við eigum eftir að sjá hversu öflugur sá tónn verður í prófkjörunum en við getum alveg búist við því að tekið verði duglega til.
![]() |
Lúðvík gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 17:03
Einfaldleikinn sigrar maskínuna í Eurovision
Þrátt fyrir að reynt hafi verið að höfða til ungra sms-kjósenda tókst markaðssetningin einfaldlega ekki, einhverra hluta vegna. Einhverjir myndu kannski segja að þessi blokk hafi einfaldlega skipst á Elektru og Ingó Idol og það tryggt Jóhönnu Guðrúnu sigur. Ég hallast þó að því að einfaldleikinn hafi einfaldlega sigrað pr-maskínuna sem sett var upp með lagi Elektru.
![]() |
Elektra miklu vinsælli en Jóhanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2009 | 16:09
Tryggvi Þór tekur þátt í prófkjörinu í Norðaustri
Mér líst mjög vel á þá ákvörðun Tryggva Þórs Herbertssonar, prófessors, að taka þátt í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna hér í Norðausturkjördæmi og gefa kost á sér í forystusveit flokksins hér. Þörf er á traustu og öflugu fólki á þing núna og gott að sterkir kandidatar gefi kost á sér við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Held að þetta verði spennandi prófkjör hjá okkur. Mesti slagurinn mun greinilega verða um annað sætið og ljóst að margir munu sækja að Arnbjörgu Sveinsdóttur, auk þess sem þriðja sætið er laust eftir að Ólöf Nordal ákvað að fara fram í Reykjavík.
![]() |
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 12:33
Ragnheiður Elín í leiðtogaframboð í Suðrinu
![]() |
Ragnheiður stefnir á 1. sætið í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 00:46
Heiðarleg viðurkenning hjá Birni Jörundi
Stöð 2 þarf nú að ákveða hvernig ímynd Idol eigi að vera í kjölfarið. Þetta er vont mál og erfitt fyrir Stöðina, enda getur varla verið gott fyrir orðspor þáttarins að blandast í þetta mál vegna alvarlegra mistaka eins þáttarstjórnandans. Þegar vinir söngvarans og samstarfsfélagar eru farnir að gagnrýna veru hans í þættinum er eðlilegt að stöðin hugleiði hvernig þeir vilja að þátturinn líti út og hugleiði ímyndarmálin, ekki aðeins frá sinni hálfu heldur eins af andlitum þáttarins.
![]() |
Björn Jörundur viðurkennir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)