Heiðarleg viðurkenning hjá Birni Jörundi

Björn Jörundur Friðbjörnsson gerir rétt í því að viðurkenna alvarleg mistök sín með viðskiptum við dópsala. Þetta er heiðarlegt og rétt skref, enda ekki hægt að tala í kringum þetta mál eins og staðan er orðin. Þetta er skaðlegt mál og mjög vandræðalegt fyrir hann, enda er hann sem tónlistarmaður virtur fyrir sín störf og þátttaka hans í einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins setur hann á vissan stall í samfélaginu og hann á að vera meðvitaður um að hann verður að hafa trausta ímynd í framkomunni þar.

Stöð 2 þarf nú að ákveða hvernig ímynd Idol eigi að vera í kjölfarið. Þetta er vont mál og erfitt fyrir Stöðina, enda getur varla verið gott fyrir orðspor þáttarins að blandast í þetta mál vegna alvarlegra mistaka eins þáttarstjórnandans. Þegar vinir söngvarans og samstarfsfélagar eru farnir að gagnrýna veru hans í þættinum er eðlilegt að stöðin hugleiði hvernig þeir vilja að þátturinn líti út og hugleiði ímyndarmálin, ekki aðeins frá sinni hálfu heldur eins af andlitum þáttarins.

mbl.is Björn Jörundur viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband