Eitrað fyrir Árna Johnsen

Mjög alvarlegt er að grunur sé um að eitrað hafi verið fyrir Árna Johnsen, alþingismanni, án þess að hafi orðið lögreglumál. Slíkt þarf að fara rétta leið í rannsóknarferli og undarlegt að slíkt hafi í raun ekki verið gert. Þó fólk sé ósammála Árna Johnsen um einhverja hluti í pólitísku starfi eða hvað varðar fortíð hans er þetta hreint manndrápstilraun ef rétt reynist og undarlegt að það hafi ekki orðið opinbert fyrr.


mbl.is DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkamsárásir og einelti í FSU - skuggaleg þróun

Ekki er hægt að segja að síendurteknar árásir nokkurra nemenda á samnemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands sé góð kynning á skólanum, starfinu þar innanhúss eða yfirstjórninni þar. Á örfáum dögum höfum við heyrt af þremur slíkum málum, ráðist að nemanda með kúbeini, sparkað í höfuð og lamið í höfuð með grjóti.

Algjörlega ólíðandi er að slíkt viðgangist á skólalóð þar sem nemendur eiga að geta sinnt sínu námi án þess að eiga á hættu árás eða aðkast, sem getur leitt til varanlegs skaða á sál og líkama. Í raun eiga að vera einhverjar verklagsreglur og skýr vinnubrögð til staðar í svona málum, enda á að vernda rétt nemenda.

Svo er auðvitað annað að þetta er auðvitað lögreglumál og á að láta slíkt verða víti til varnaðar, taka hart á því bæði innan skólans sem utan. Þetta á ekki að líðast. Gróft ofbeldi og einelti er partur af því sem vinna á gegn í skólum landsins með öllum tiltækum ráðum.


mbl.is Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pétur heldur áfram - slagur um annað sætið

Ég verð að viðurkenna að ég taldi allt þar til í dag að Pétur H. Blöndal myndi draga sig í hlé og láta af þingmennsku í vor. Kjaftasögurnar voru nær allar samhljóma í þá átt. Enn og aftur kemur hann á óvart og tilkynnir framboð þegar flestir áttu von á að hann myndi hætta. Ég veit að Pétur varð fyrir vonbrigðum með úrslit síðasta prófkjörs enda datt hann niður um nokkur sæti og ég átti eiginlega ekki von á að hann myndi skella sér í slaginn vegna þess og fara aftur í prófkjör.

Slagurinn um fyrsta og annað sætið verður ansi áhugaverður hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Augljóst er að Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór berjast um fyrsta sætið og um annað sætið berjast Ólöf Nordal, Pétur, Jórunn Frímannsdóttir og Sigríður Andersen væntanlega, þó hún nefni ekki beint hvaða sæti hún vilji. Enn eru þó einhverjir ekki búnir að gefa sig upp en ljóst er að hart verður barist um toppsætin, enda nokkur að losna með brotthvarfi Björns, Geirs og Guðfinnu.

Verður spennandi að sjá frambjóðendahópinn á morgun. Sjálfur veit ég af nokkrum nöfnum til viðbótar sem enn eru ekki opinber og hlakka til að sjá hvort einhver önnur bætist við.


mbl.is Pétur Blöndal sækist eftir 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband