Davíð ákveður að halda áfram í Seðlabankanum

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur ákveðið að halda áfram sínum störfum og svarar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í hvassyrtu en málefnalegu bréfi nú síðdegis. Þar bendir hann á að forsætisráðherrann hafi sjálf verið vöruð við af Seðlabankanum, ásamt öðrum ráðherrum í fyrri ríkisstjórn, um hvert stefndi en á það hafi ekki verið hlustað.

Bendir hann ennfremur á að hagfræðingi og fyrrum forstöðumanni Þjóðhagsstofnunar hefur verið bolað úr ráðuneytisstjórastöðu í forsætisráðuneytinu og þar settur í staðinn lögfræðingur á meðan formanni bankastjórnar er helst fundið til foráttu að vera lögfræðingu.

Seðlabanki Íslands á að vera sjálfstæð stofnun. Ómerkileg vinnubrögð Jóhönnu Sigurðardóttur og pólitískar hreinsanir án rökstuðnings og efnislegra ástæðna er þess eðlis að mikilvægt er að reyna á það sjálfstæði, hvort það sé ekta eða orðin tóm.

mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin slær skjaldborg um Jón Ásgeir

Eftir vikulangt innihaldslaust hjal ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um skjaldborg utan um heimili landsins er ljóst að þess í stað var slegin skjaldborg utan um auðjöfurinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Hvað eru þeir að hugsa sem semja við Jón Ásgeir um að fá að sitja í stjórnum valinna fyrirtækja, og fái að sitja áfram í einkaþyrlu og fyrirtækisbíl á heimshornaflakki sínu? Allt er þetta gert í boði vinstriflokkanna með hlutleysi Framsóknar auðvitað. Þvílík vinnubrögð. Geta allir gjaldþrota menn fengið svona gæðadíl?

Hvað varð um kjaftæðið um heiðarleika vinstrimanna og ný vinnubrögð í pólitísku starfi þegar menn sem hafa spilað öllu út úr höndunum á sér og spilað með þjóðina í gjaldþrot á alþjóðavísu fá svona útgönguleið út úr vandanum. Er þetta virkilega vinnubrögð sem Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að standa við og telur sér sómi af í svanasöng sínum? Reyndar er hann orðinn falskur fyrir nokkru en er þetta ekki feilnóta sem bindur hreinlega enda á sönginn sjálfan?

Er meiri sómi af því að reka skilanefnd sem gerir svona samning við gjaldþrota mann eða seðlabankastjóra sem enginn getur sagt hvað gerði af sér. Er svona ríkisstjórn trúverðug? Er hún ekki bara fölsk og ómerkileg? Ég held það. Burt með svona pakk og svona vinnubrögð!

Hvaða hönk á Jón Ásgeir upp í bakið á Samfylkingunni? Á hann kannski þennan flokk? Eru einhverjir heiðarlegir fjölmiðlar sem geta farið í saumana á þessu eða eru þeir allir liðónýtir?


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 leggur niður Kompás en vill halda nafninu

Ein vitlausasta ákvörðun Stöðvar 2 á undanförnum árum var að hætta með fréttaskýringaþáttinn Kompás, sem hafði verið einn besti þáttur í íslensku sjónvarpi, vel unninn og öflugur. Metnaðurinn þar er þó ekki meiri en svo að haldið er frekar í þátt Sveppa og Audda og Idolið en fréttaskýringaþáttinn. Furðuleg forgangsröðun. Ein pælingin er svo að stjórnendur þáttarins hafi verið komnir of nálægt eigendum Stöðvarinnar í efnistökum og umfjöllun og þátturinn því látinn gossa.

Furðulegast af öllu er svo að Stöð 2 ætli að ríghalda í nafn fréttaskýringaþáttar sem þeir hafa slegið af og sett upp í hillu. Hver er tilgangurinn. Hafa yfirmennirnir ekki tekið nafnið út með því að slá af þáttinn og í raun gert út af við hann með því að taka hann af dagskrá. Ég held það og finnst þetta mjög undarlegt í alla staði.

Ástæðan fyrir því að leggja niður þáttinn er reyndar mjög hæpin og undarleg og þegar Kastljósið skúbbaði um daginn efni frá stjórnendum þáttarins mátti reikna saman tvo og tvo

mbl.is Fá ekki að nota Kompásnafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband