Ríkisstjórnin slær skjaldborg um Jón Ásgeir

Eftir vikulangt innihaldslaust hjal ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um skjaldborg utan um heimili landsins er ljóst að þess í stað var slegin skjaldborg utan um auðjöfurinn Jón Ásgeir Jóhannesson. Hvað eru þeir að hugsa sem semja við Jón Ásgeir um að fá að sitja í stjórnum valinna fyrirtækja, og fái að sitja áfram í einkaþyrlu og fyrirtækisbíl á heimshornaflakki sínu? Allt er þetta gert í boði vinstriflokkanna með hlutleysi Framsóknar auðvitað. Þvílík vinnubrögð. Geta allir gjaldþrota menn fengið svona gæðadíl?

Hvað varð um kjaftæðið um heiðarleika vinstrimanna og ný vinnubrögð í pólitísku starfi þegar menn sem hafa spilað öllu út úr höndunum á sér og spilað með þjóðina í gjaldþrot á alþjóðavísu fá svona útgönguleið út úr vandanum. Er þetta virkilega vinnubrögð sem Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að standa við og telur sér sómi af í svanasöng sínum? Reyndar er hann orðinn falskur fyrir nokkru en er þetta ekki feilnóta sem bindur hreinlega enda á sönginn sjálfan?

Er meiri sómi af því að reka skilanefnd sem gerir svona samning við gjaldþrota mann eða seðlabankastjóra sem enginn getur sagt hvað gerði af sér. Er svona ríkisstjórn trúverðug? Er hún ekki bara fölsk og ómerkileg? Ég held það. Burt með svona pakk og svona vinnubrögð!

Hvaða hönk á Jón Ásgeir upp í bakið á Samfylkingunni? Á hann kannski þennan flokk? Eru einhverjir heiðarlegir fjölmiðlar sem geta farið í saumana á þessu eða eru þeir allir liðónýtir?


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Jóhanna í skilanefndinni? Skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Ég held líka að Jón Ásgeir og pabbi hans séu í þínum flokk en ekki í Samfylkingu. Mér finnst að þú eigir bara að vera ánægður með nýju ríkisstjórnina og svo máttu í leiðinni biðja þitt fólk á alþingi að halda með þjóðinni til tilbreytingar og hætta að tefja fyrir málum með "stuttbuxnaþrasinu" sem flestir eru orðnir hundleiðir á.

Ína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:06

2 Smámynd: Kristján Logason

Nei félagi Stefán nú veður þú um eins og flóðhestur á fylleríi.

Hver setti skilanefndina yfir bankana?

Voru það ekki þínir menn sem voru við stjórnvölinn?

Ekki geri ég ráð fyrir öðru en að þessi gjörningur sé gjörsamlega í óþökk allra hvar í flokki sem þeir standa og telja sig hafa snefil af siðferði ennþá

Held að vandamálið sé djúpristara en svo að það sé einvörðungu pólitískt, nema ef vera skildi þá sem pólitískt skemmdarverk þinna manna. En ekki ætlum við þeim annað en að hugsa um hag fjölskyldna í landinu eða hvað? Vart myndu þeir gera annað eins?

Ekki eru menn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stjórninni mistakist verk sitt að reisa við þjóðfélagið. Það hljóta allir að trúa því að þeir séu í sama báti og ausa með en ekki gera fleiri göt.

Eða hvað heldur þú? 

Kristján Logason, 8.2.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Stefán minn!  Þú ert væntanlega ekki svo grunnur í hugsun að telja að ríkisstjórn okkar segi breskum dómstólum fyrir verkum.  Auk þess kom fram í fréttinni að kröfuhafar og tilsjónamenn töldu Jón og Gunnar hæfari en þeir sjálfir væru, til þess að stjórna fyrirtækjunum.

Svo veistu nú væntanlega að megnið af skuldum BG Holding eru við erlenda banka, sem ríkisstjórn okkar hefur engin afskipti af. 

Guðbjörn Jónsson, 8.2.2009 kl. 16:30

4 identicon

Mikill er máttur Samfylkingar! Hún hefur skilanefnd Landsbankans í vasanum (sem reyndar var skipuð af síðustu stjórn undir forystu Geirs Haarde). Ég efast reyndar stórlega um að núverandi bankamálaráðherra -- sem ég helda að erfitt sé að flokka sem "vinstri mann" -- eða fjármálaráðherra -- sem er þekktur af ýmsu öðru en daðri við útrásarvíkinga -- hafi komið nálægt þessari ákvörðun.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nú reynir allavega á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Stöðvi hún ekki þetta verklag verður það á hennar ábyrgð. Það er alveg á tæru.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2009 kl. 17:38

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þessi maður er búinn að borga kosningaskuldir undanfarinna ára fyrir bæði Samfylkinguna og forsetagerpið á Bessastöðum. Það er ástæðan fyrir því að hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin hér um árið.

Ingólfur H Þorleifsson, 8.2.2009 kl. 18:26

7 identicon

Svolítið sérstakt að sjá hægri mann eins og þig Stefán Friðrik vilja að stjórnmálamenn séu með puttana í einstökum gjörningum skilanefnda. 

Ég trúi því að skilanefndamenn geri það sem telji bankanum fyrir bestu og hann skili sem mestu til baka af Icesave-skuldbindingum.

Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband