Davíð varaði við hruninu - hvað gerði stjórnin?

Nú er ljóst að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, varaði við yfirvofandi hruni íslenska fjármálakerfisins í minnisblaði fyrir rúmu ári, í febrúar 2008. Þetta minnisblað varpar nýju ljósi á atburðarásina í aðdraganda hrunsins og vekur spurningar um hvað ríkisstjórnin gerði í kjölfarið. Mér finnst innihaldið beina sviðsljósinu að þeim sem voru í ríkisstjórn þegar þetta skuggalega mat lá fyrir og gerðu greinilega lítið sem ekkert í því að taka á alvarlegum aðsteðjandi vanda.

Þeir sem hafa viljað kenna Davíð Oddssyni og yfirstjórn Seðlabankans um hrunið verða að leita annað að sökudólgum. Í þessu minnisblaði er töluð íslenska um vandann. Þar er staðan greind án nokkurs hiks. Ríkisstjórnin og yfirstjórn Stjórnarráðsins virðist ekki hafa tekið á þeim vanda sem þarna kemur augljóslega fram frá Seðlabankanum. Greiningin er augljós.

Nú þurfa þeir að svara sem stýrðu þjóðinni á þessum tíma. Því var ekkert gert á þessu hálfa ári sem leið frá þessu minnisblaði þar til hrunið varð? Hvað gerðu þeir þegar minnisblaðið lá fyrir?

mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband