4.3.2009 | 20:20
Engin breyting hjá VG í NA - veikur listi
Mér finnst niðurstaða forvals VG í Norðausturkjördæmi vera góð tíðindi fyrir andstæðinga flokksins hér á svæðinu. Engin breyting verður í efstu sætum og listinn hlýtur að teljast mjög veikur í því ljósi. Mér finnst það mjög lélegt að vinstri grænir hafni algjörlega Hlyni Hallssyni og taki þá afstöðu að velja aðra fulltrúa í forystusveitina. Með þessu verður yfirbragð listans frekar einsleitt og veiklulegt.
Fyrir andstæðinga VG er þetta óskaniðurstaða og eykur líkurnar á því að VG verði á svipuðum slóðum og í síðustu kosningabaráttu. Þá byrjaði VG vel en tapaði fylgi eftir því sem nær kosningum dró. Veikleikar listans komu þá vel í ljós á öllum sviðum. Listi án Hlyns er mjög veikur sérstaklega hér á Eyjafjarðarsvæðinu, rétt eins og síðast. Þetta er því góð útkoma fyrir þá sem eru í öðrum flokkum.
Baráttan við VG um fylgi hér á Akureyri verður mjög skemmtileg í ljósi þess.
![]() |
Steingrímur J. efstur í NA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 14:07
Rosaleg mistök hjá Háskólanum
Svona á einfaldlega ekki að geta gerst, og geti það gerst þarf að fara yfir alla vankanta og reyna að koma í veg fyrir að svona veikleikar séu til staðar og fylla upp í þær holur. Stundum er sagt að tölvan geti alltaf klikkað og minnstu hnökrar geti haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er sannarlega eitt af þeim tilvikum.
![]() |
Þúsundum vísað úr HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 12:34
Mögnuð skrif Jóns um Seðlabankafarsann
Jón Sigurðsson, fyrrum seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, ritar frábæra grein á Pressunni um Seðlabankafarsann hér á Íslandi. Þar segir hann í raun allt sem segja þarf um lélegan aðdraganda breytinganna og ófagleg vinnubrögðin, slöpp vinnubrögð sem vonandi munu aldrei endurtaka sig. Pólitísk hrossakaup og baktjaldamakk lýsa ekki nýrri sýn á ákvarðanatöku og lýðræðislegum vinnubrögðum sem vinstriflokkarnir hafa svo oft heitið að standa fyrir. Þeir féllu á fyrsta og mikilvægasta prófinu.
Eftirfarandi skrif Jóns standa upp úr öllu öðru góðu:
"Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslendingum seðlabankastjóra. Útlendi stjórnmálaforinginn litaðist um í höfuðborg heimalandsins og fann fyrrverandi aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins. Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands. Bingó. Norðmaðurinn er settur seðlabankastjóri í Reykjavík.
Hvað er ,,faglegt" við þetta?
Hvað í þessu getur nokkru sinni ,,réttlætt" eða ,,útskýrt" þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Oddsson hægrisinnaður? Er það annars stigs pólitík að vera aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmaður flokksformanns - en forystuferill Davíðs þá einhvers konar fyrsta stigs pólitík? Skiptir slíkt máli í seðlabankastörfum?"
Svo mörg voru þau orð - sannkölluð skyldulesning!
![]() |
Hvað er faglegt við þetta?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 11:23
Litlar líkur á miklum þáttaskilum í pólitíkinni
Spádómar Ólafs Þ. Harðarsonar gera ráð fyrir mikilli vinstrisveiflu. Þar gerir hann ráð fyrir því að annar vinstriflokkanna haldi sjó þrátt fyrir að bera umtalsverða ábyrgð á bankahruninu og erfiðri stöðu landsins en hafa ekki axlað þá ábyrgð að neinu leyti. Enn situr formaður þess flokks á sínum stóli og skammtar öðrum í kringum sig völd og ákveður skipan þriggja efstu sæta á framboðslistanum í Reykjavík ein og óstudd. Ægivald hennar innan eigin flokks virðist enn til staðar þrátt fyrir að allt annað í kringum hana hafi hrunið til grunna.
Mér finnst lýðræðið hjá Samfylkingunni í Reykjavík koma best fram í því að nýja skoðanakannanakerfið á netinu, Þjóðfundur, mælir styrk kjördæmaleiðtoga allra flokka um allt land í prófkjörum. Þegar kemur að þeim er spurt um hver verði í fjórða sæti. Stóra spennan í prófkjörinu er um fjórða sætið. Lýðræðið er mjög skondið fyrirbæri, sérstaklega hjá vinstrimönnum. Þar á líka að tefla fram leyniformannskandidat án kosningar. Tryggja á Degi flokksformennsku og þingsæti framhjá prófkjöri og landsfundi.
Eflaust snúast kosningarnar í vor um lýðræði og hvort við höfum lært eitthvað á hruninu. Mér finnst eðlilegast að þeir sem virkilega taka til hjá sér og fara í naflaskoðun njóti sannmælis á meðan þeir sem engu vilja breyta og hafa sama gamla, þreytta liðið í forystu fái að kenna á því. Þeir hafa þá í raun ekki lært neitt. En eflaust er það rétt að gömlu flokkarnir berjast um völdin og það verður milli þeirra innbyrðis sem örlögin ráðast. Nýju framboðin falla sennilega á tíma.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 01:16
Er gáfulegt að klára tónlistarhúsið í kreppunni?
Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?
Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
![]() |
Tekist á um Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |