5.3.2009 | 22:04
Var frjálshyggja í boði Samfylkingarinnar?
Fáir hafa slegið meiri skjaldborg um þessa menn í gegnum árin en einmitt Samfylkingin. Hver ber ábyrgð á því?
![]() |
Hrunin frjálshyggjutilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 20:26
Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína
Engum dylst að krafan úr grasrót Sjálfstæðisflokksins er einföld - þeir sem beri ábyrgð axli hana, sérstaklega með því að víkja úr forystusveitinni, láti sig hverfa, annaðhvort með góðu eða illu. Þetta fer ekki framhjá nokkrum manni. Grasrótin í flokknum er mjög eindregin í afstöðu sinni. Sjálfur hef ég tjáð þær skoðanir mánuðum saman að flokkurinn stokki sig upp og þeir víki af sviðinu sem brugðust. Þetta er sjálfsögð og eðlileg krafa - nægir að líta á skýrslu endurreisnarnefndarinnar sem öflug skilaboð, en þar er gert upp við forystuna, forystu sem brást á örlagatímum.
Þeir sem voru á vaktinni í aðdraganda bankahrunsins og þegar allt hrundi og fyrstu mánuðina eftir það verða að víkja. Þetta er einföld krafa og innan Sjálfstæðisflokksins er búið að verða við henni að mestu. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi eftir þrjár vikur og útlit er fyrir umtalsverðar breytingar í prófkjörum, sérstaklega í Reykjavík. Flokksmenn sætta sig einfaldlega ekki við að þeir sem hafa brugðist leiði áfram flokkinn. Leitað er til nýs fólks. Þetta er stóra ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að ná vopnum sínum. Hlustað var á grasrótina.
Í Samfylkingunni er staðan allt önnur. Þar ætlar pólitískt skaddaður formaður, sem brást á vaktinni í aðdraganda bankahrunsins, að sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður og fara í þingframboð í vor eins og ekkert hafi í skorist. Hún ætlar að komast aftur á þing og halda sínum völdum með persónulegum vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún ætlar sér að reyna að hanga í pilsfaldi gömlu konunnar sem er nógu góð til að leiða vagninn en fær ekki að taka við Samfylkingunni sem flokksformaður og alvöru leiðtogi.
Þar hefur þrem efstu sætum í Reykjavík verið úthlutað af þessum skaddaða flokksformanni sem brást á vaktinni á kostulegum blaðamannafundi. Þessir þrír kandidatar fara ekki einu sinni á framboðsfund með meðframbjóðendum sínum í Reykjavík. Eru of upptekin fyrir því að berjast um sæti sem þau virðast sjálfkjörin í. Þetta er allt lýðræðið. Svo virðist sem að velja eigi nýjan formann og þingmann bakvið tjöldin, Dag B. Eggertsson, án kjörs á landsfundi og í prófkjöri.
Ætlar grasrótin í Samfylkingunni að sætta sig við þetta? Á meðan grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er að taka til, stendur fyrir alvöru hreinsunareldum og pólitískum þáttaskilum með mannabreytingum á vaktinni sefur Samfylkingin á verðinum með skaddaðan formann sem er úr tengslum við þjóðina. Hún er skemmd söluvara, enda talar hún ekki lengur fyrir Samfylkinguna.
Stóru tíðindin í þessari könnun að öðru leyti eru tvenn. Fjórflokkurinn er afgerandi í sessi og Framsókn virðist stopp í tólf prósentum. Ný framboð ná engum hljómgrunni og frjálslyndir eru um það bil að þurrkast út af þingi. Þetta verða kosningar fjórflokkanna sýnist mér.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2009 | 16:45
Heitar tilfinningar í árásarmálinu í Sandgerði
![]() |
Óvægin ummæli á bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 14:36
Eftirlaunalögin felld úr gildi - góð málalok
Eftirlaunalögin voru samþykkt í pólitískum hita rétt fyrir jólin 2003. Fyrst stóðu þingmenn allra stjórnmálaflokka landsins að málinu sem flutningsmenn frumvarpsins í þinginu. Á örfáum dögum skipti stjórnarandstaðan meira og minna um kúrs og snerist við. Sérstaklega eru dramatískar og eftirminnilegar frásagnir af viðsnúningi innan Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi varaformaður flokksins, tók forystu gegn lögunum og vann þeim málstað fylgis á kvöldfundum í þinghúsinu og tók forystu málsins af Össuri Skarphéðinssyni. Er yfir lauk studdi aðeins Guðmundur Árni Stefánsson, einn af varaforsetum Alþingis, málið af hálfu stjórnarandstöðunnar og fylgdi eftir hlutverki sínu við að leggja frumvarpið fram.
Deilt hefur verið um málið alla tíð síðan. Tvöfaldar launagreiðslur til ráðherra, sem fyrr eru nefndar, eru ekki hið eina sem er umdeilt við eftirlaunalögin. Allt frá því frumvarpið var rætt hefur mér fundist óeðlilegt að þingmenn njóti sérréttinda í lífeyrismálum og óviðunandi með hvaða hætti það var ákveðið.
Starfskjör þingmanna eru að mínu mati orðin það góð að þeir ættu að geta náð vænum lífeyrisauka fyrir eftirlaunaárin sín með frjálsum lífeyrissparnaði. Engin sérréttindi eiga að vera þar.
![]() |
Eftirlaunafrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 14:30
Hversu virkur er nornagaldurinn?
![]() |
Nornabúðin lokar dyrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 01:46
Fljótaskrift á stjórnarskrá kortéri fyrir kosningar
Ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að stokka stjórnarskrána upp. Efast þó um hvort það kunni góðri lukku að stýra að ætla að koma með breytingar á stjórnarskrá undir hita og þunga kosningabaráttu þegar að kortér lifir af kjörtímabilinu. Afleitt verklag er að leggja stjórnarskrána undir eins og peningaseðil í Vegas. Þetta var hreinræktað fíaskó fyrir þingkosningarnar 2007 - ég var þá mjög á móti breytingum á þeim tímapunkti, enda var það hvorugum stjórnarflokknum til sóma þá.
Seint verður sagt að sá málatilbúnaður hafi aukið tiltrú á þingi og stjórnmálaflokkum landsins. Ég sem kjósandi þessa lands horfði á þetta mál þá og botnaði vart í því. Ég gladdist mjög þegar að það dagaði uppi. Það voru fyrirsjáanleg endalok að mínu mati. Nú á að leika sama leikinn, þó með öðrum aðalleikurum. Að mínu mati þarf að vanda mjög til verka við uppstokkun stjórnarskrár. Leita þarf samstöðu allra flokka og tryggja að vel sé unnið á öllum stigum, ekki sé farið í einhverja fljótaskrift í ferlinu.
Mér finnst það ábyrgðarhluti að ætla að keyra svona tillögu í gegnum þingið á örfáum dögum, síðustu dögum fyrir alþingiskosningar. Þetta var farsi 2007 og mér grunar að þetta verði svipað nú, sérstaklega ef vinnuferlið á að líkjast fíaskó vinstriflokkanna í Seðlabankafarsanum. Stjórnarskrárin er mikilvægt plagg og vanda þarf til verka, en ekki vinna í kappi við tímann. Mörg önnur mál eru brýnni.
Stjórnarskrárbreyting í kappi við tímann fyrir tveimur árum, í aðdraganda kosninga, fékk sín eftirmæli sem málið sem strandaði í fjörunni. Gerist hið sama núna?
![]() |
Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |