Var frjálshyggja í boði Samfylkingarinnar?

Mér finnst frekar fyndið að sjá postula innan Samfylkingarinnar tala um að frjálshyggja hafi verið í íslenskum stjórnmálum og rekja hana til Sjálfstæðisflokksins. Get ekki séð þessa hörðu frjálshyggju í reynd í forystu íslenskra stjórnmála, sérstaklega þegar litið er til útþenslu ríkisins á síðustu árum. En hvernig er það ætla þessir postular Samfylkingarinnar ekki að tala um dekur síns flokks fyrir útrásarvíkingana og auðmenn í þessu landi, í flestum tilfellum þá sem komu þjóðinni á kaldan klaka?

Fáir hafa slegið meiri skjaldborg um þessa menn í gegnum árin en einmitt Samfylkingin. Hver ber ábyrgð á því?

mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán?? þetta er bu ekki heiðarlegt að tala svona. Sjálfstæðismenn hafa varið nýfrjálshygguna með öllum ráðum.Þeir bera ábyrgð á hruninu.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:24

2 identicon

Já það má svo sem heimfæra ruglið líka yfir á t.d. Össur og Ingibjörgu, ég er alveg sammála því. Ég kaus Samfylkinguna og mun sennilega gera það aftur. Enn einn mun tel ég vera á hægrimönnum og vinstrimönnum, þ.e. að við sem erum til vinstri í pólitík, hikum ekki við að gagnrýna eigin flokk, en þið sem eruð til hægri, sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum,bara gagnrýnið ekki neitt, af ótta við að frama ykkar í pólitík verði ógnað. Ég myndi ekki vilja vera í flokki sem ég þyrði ekki að gagnrýna. Sjáðu bara hvernig Geir tók gagnrýni flokksnefndarinnar, hann bara skaut hana í kaf. Ótrúlegt rugl.

Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sammála þér Stefán.  Nægir ekki að minna á Borgarnesræðu?

Helgi Kr. Sigmundsson, 5.3.2009 kl. 23:53

4 identicon

Það virðist nú þegar farið að draga af Samfyklingunni í skoðanakönnunum, eftir að ljóst varð að þrátt fyrir fögru orðin er þetta eini flokkurinn af þeim sem hefur haldið um stjórnartaumana undanfarin ár sem streytist við að endurnýja og horfast í augu við sína ábyrgð: Flokkurinn situr sem fastast í ríkisstjórn (sem er þá víst ekki ein af þessum "vanhæfu ríkisstjórnum") og formaðurinn hangir á nöglunum í pilsfaldinum á eina ráðherra flokksins sem enn nýtur einhverrar lýðhylli.

Aumkunarvert, en um leið svo fyrirsjáanlegt.

Kv.
K.

Kolbeinn kafteinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband