Dramatík og undarleg réttindabarátta

Ég verð að segja eins og er að ég skil ekki dramatíkina varðandi lætin við Vatnsstíg í dag. Allt tal um að neysluréttur sé ofan eignarétti stenst enga skoðun, allavega ekki lagalega túlkun. Mér finnst þetta svolítið yfirdrifið að tala um réttindabaráttu þeirra sem dvelja í húsi sem annar aðili á og vilja nota það gegn vilja eigandans. Slíkt getur aldrei verið í lagi, nema þá að einhverjar tilfinningar ráði för.

En leitt að þurfti að beita hörku. Slíkt er aldrei jákvætt. En með lögum skal land byggja, var forðum sagt.

mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarétturinn ræður för á Vatnsstíg

Í sjálfu sér þarf ekki að vera undrandi á því að lögreglan láti til skarar skríða gegn þeim sem dveljast í óleyfi í húsi í eigu annars aðila sem vill ekki bera ábyrgð á því. Þetta gat varla endað öðruvísi. Þeir sem fara fram þannig að eignarétturinn sé aukaatriði eru satt best að segja ekki mjög trúverðugir, enda er hann varinn vel í stjórnarskrá. Almennt lítum við öll á að eign okkar verði ekki af okkur tekin með rangindum.

Hinsvegar er leitt hversu mikil harka er í þessum aðgerðum. Þetta hefði getað endað með friðsamlegri hætti en varla er við því að búast að lögreglan hafi langlundargeð til að bíða þegar ljóst er hver á húseignina sem um ræðir. Varla var hægt að skilja málið öðruvísi en frestur hafi verið veittur og öllum ljóst hvað gerðist ella.

mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð frammistaða hjá Illuga - ömurleg staða

Mér fannst Illugi Gunnarsson standa sig vel í umræðuþætti Sjónvarpsins í kvöld. Hann var eini frambjóðandinn sem kom með heilsteyptar lausnir í umræðuna. Flestir hinir í panelnum voru arfaslakir og sérstaklega fannst mér Þráinn Bertelsson vera eins og álfur út úr hól, afsakið orðalagið. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með Illuga. Hann talar mannamál, er ekki með skítkast og árásir í aðrar áttir, er málefnalegur og segir eitthvað af viti.

Augljóst er að efnahagshrunið og styrkjamálið er Sjálfstæðisflokknum erfitt núna. Verst af öllu er að flokksforystan hefur ekki enn klárað tímasprengjuna sem felst í styrkjaskandalnum. Erfitt er fyrir heiðarlegt fólk í framboði að taka slaginn við þessar aðstæður í nafni Sjálfstæðisflokksins og þurfa að verjast umræðunni í kringum þá sem ætla að láta flokkinn taka skellinn fyrir nokkra menn sem sjá ekki sóma sinn í að víkja með hagsmuni flokksins að leiðarljósi.

Víða um land er vandað fólk í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heiðarlegt fólk, sem á betra skilið en flækjast í þessa ömurlegu umræðu og þurfa að bera blak af þeim sem eiga það varla skilið.

mbl.is Allt of háir styrkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband