Góð frammistaða hjá Illuga - ömurleg staða

Mér fannst Illugi Gunnarsson standa sig vel í umræðuþætti Sjónvarpsins í kvöld. Hann var eini frambjóðandinn sem kom með heilsteyptar lausnir í umræðuna. Flestir hinir í panelnum voru arfaslakir og sérstaklega fannst mér Þráinn Bertelsson vera eins og álfur út úr hól, afsakið orðalagið. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með Illuga. Hann talar mannamál, er ekki með skítkast og árásir í aðrar áttir, er málefnalegur og segir eitthvað af viti.

Augljóst er að efnahagshrunið og styrkjamálið er Sjálfstæðisflokknum erfitt núna. Verst af öllu er að flokksforystan hefur ekki enn klárað tímasprengjuna sem felst í styrkjaskandalnum. Erfitt er fyrir heiðarlegt fólk í framboði að taka slaginn við þessar aðstæður í nafni Sjálfstæðisflokksins og þurfa að verjast umræðunni í kringum þá sem ætla að láta flokkinn taka skellinn fyrir nokkra menn sem sjá ekki sóma sinn í að víkja með hagsmuni flokksins að leiðarljósi.

Víða um land er vandað fólk í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heiðarlegt fólk, sem á betra skilið en flækjast í þessa ömurlegu umræðu og þurfa að bera blak af þeim sem eiga það varla skilið.

mbl.is Allt of háir styrkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er vitað mál að Kjartan sagði ósatt, kannski Guðlaugur líka. Það er allavega  verið að höndla þetta mál mjög klaufalega.  Þeir virðast ekki geta lagt öll spilin á borðið.  Óvissan er ennþá til staðar sem að sjálfsögðu skaðar flokkinn.

Guðmundur Pétursson, 15.4.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Illugi reyndi tungulipur að skauta í kring um mútuhneykslið en hefði heldur mátt biðja þjóðina afsökunar fyrir hönd FL-okksins. Borgarahreyfingin býður fram eðlilegt fólk á þing, ekki málþófsmorfísræðukeppni.

Sigurður Hrellir, 15.4.2009 kl. 01:44

3 identicon

Mér leist alltaf vel á Illuga hérna áður fyrr. En aðkoma hans að sjóð 9 í Glitni er enn eitt dæmi um leyndina inn í sjálfstæðisflokknum. Það á bara að reyna þagga þetta niður. Illugi kemur vel fyrir og allt það en ég efast stórlega um að hann sé heiðarlegur og réttsýnn maður.

Kv. Jóhann

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:10

4 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor segir íslenskt dómskerfi og lögreglu ekki ráða við styrkjamálið. Erlendis hefði ríkislögreglustjóri alls staðar við með því að ráðast strax inn í Valhöll og innsigla þannig aðalfélagsheimili og skrifstofur flokksins.

Svanur segir að kalla þurfi til erlenda aðila til að eiga við styrkjamálið.

Ég legg til við ykkur sjálfstæðismenn að Guðlaugur verði látinn víkja strax af lista og Pétur Blöndal taki við Reykjavíkurkjördæmi suður. Pétur er mjög ólíkur Guðlaugi og er ekkert nema heiðarleikinn, velviljinn og atorkan.

Voruð þið annars búin að lesa þessa bloggfærslu um stöðu þjóðarbúsins: http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/852758/

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 15.4.2009 kl. 08:24

5 identicon

"Erfitt er fyrir heiðarlegt fólk í framboði að taka slaginn við þessar aðstæður í nafni Sjálfstæðisflokksins". Hvað með Glitni og Sjóð 9?

"Víða um land er vandað fólk í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heiðarlegt fólk, sem á betra skilið"  Sammála nafni.Hermang, Kvóti, Einka(vina)væðing, vandað fólk á ekki heima í þessum flokki .

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:45

6 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Sæll Stefán Friðrik!

Eftir að þú skrifaðir þennan pistil hefur birst ný skoðanakönnun í Fréttablaðinu, sem dregur væntanlega úr svartsýni Sjálfstæðisflokksmanna. Og núna rétt áðan önnur könnun í fréttum Bylgjunnar - og fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst enn ...

Ég fylgdist ekki með umræðunum í Sjónvarpinu sem þú vísar í, enda upptekinn við að horfa á leiki í meistaradeildinni í fótbolta. Pólitíkin er dálítið eins og Boltinn, það gildir að telja kjarkinn í liðið en alls ekki úr því ...

Herbert Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 11:08

7 identicon

Heiðarlegur pistill, Stebbi og frambjóðendur upp til hópa heiðarlegt fólk. En... KJúl talar um "hví menn velti sér uppúr tveggja ára bulli" segir margt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband