17.4.2009 | 23:00
Verður Steingrímur J. næsti forsætisráðherra?
Í kvöld las Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upp forsetabréf um frestun á fundum Alþingis Íslendinga, átta sólarhringum áður en fyrstu tölur taka að berast í alþingiskosningum. Með því lýkur þingstörfum á þessu kjörtímabili. Fjöldi þingmanna sat í kvöld sinn síðasta þingfund, en vel á annan tug núverandi alþingismanna sækjast ekki eftir endurkjöri eða munu ekki eiga þangað afturkvæmt eftir kosningarnar annan laugardag. Í kosningunum 2007 varð mesta uppstokkun í þingmannaliðinu frá árinu 1934 og hún verður jafnvel enn meiri núna. Örfáir þingmenn eru eftir af þingmannahópi kjörnum fyrir áratug, vorið 1999.
Í raun má segja að kosningabaráttan hefjist nú fyrir alvöru. Þetta er stutt rimma, þó vissulega hafi þingmenn tekist á í þingsal um mikilvæg málefni hefur lítill sem enginn tími farið í lykilmálin sem þarf að ræða. Þetta verður stysta kosningabarátta íslenskrar stjórnmálasögu og vandséð hvernig það verði nokkru sinni toppað að kosningabaráttan sé aðeins átta sólarhringar frá starfslokum þingsins til fyrstu talna í kosningunum. Átakalínur eru skýrar en flest bendir til þess að söguleg umskipti séu framundan.
Ég yrði ekki hissa á því þó VG yrði stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar í kosningunum um næstu helgi. Mér finnst vindar blási þannig að kjósendur ætli að veita honum og Steingrími J. öndvegissess í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og Geir Haarde var öflugi maðurinn í síðustu kosningabaráttu hefur Steingrímur J. nú hlotið þennan sess. Raunhæfar líkur eru á að hann verði með pálmann í höndunum eftir kosningar og leiði íslensk stjórnmál og krefjist forsætis í næstu ríkisstjórn og hljóti það.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur í þessar kosningar í vægast sagt skelfilegri stöðu. Á innan við tveimur árum, sennilega á innan við hálfu ári betur sagt, hefur hann misst lykilstöðu í nær glatað tafl og má teljast heppinn að haldast yfir kjörfylginu 1987 þegar Albert Guðmundsson nagaði þennan gamla valdaflokk og formanninn Þorstein Pálsson inn að beini með sérframboði sínu. Forysta flokksins á síðustu árum reyndist flokknum illa þegar á reyndi og hélt illa á málum - fær þau sögulegu eftirmæli að klúðra stórt.
Framsókn hefur misst kjörstöðu í upphafi ársins í nær klúðraða. Þeir misstu kapalinn við fall Þingvallastjórnarinnar bæði vegna reynsluleysis og veikleika nýju ungu forystunnar. Flokkurinn fór ekki í stjórn heldur sat hjá og missti trompin eitt af öðru og var beinlínis hlægileg undir lokin. Formaðurinn vildi kosningar snemma til að byggja sig upp, fékk þær en missti spilin á leiðinni. Hann er nú í mikilli baráttu fyrir þingkjöri, valdi ekki öruggt þingsæti í traustu flokkshéraði, og stendur illa.
Samfylkingin græðir á Jóhönnu vissulega. Án hennar væri flokkurinn, sem klúðraði málum í síðustu ríkisstjórn og svaf á verðinum ekkert síður en Sjálfstæðisflokkurinn, í síðum skít og ætti sér varla viðreisnar von. Það er fjarri því gefið að Jóhönnu takist að færa Samfylkingunni oddastöðu eftir kosningar og leiðandi hlutverk í ríkisstjórn. Missi þeir VG fram úr sér missa þeir foryustuna á vinstrivængnum líka og hætt þá við því að Jóhanna verði mjög stutt í viðbót á þingi.
Ég hef beðið eftir því síðustu dagana að einhver umskipti verði í þessari kosningabaráttu. Allt getur gerst. Þau sem ég sé nú fram á og tel að séu í sjónmáli er að VG taki forystuna og nái oddastöðu, leiði næstu ríkisstjórn og taki völdin. Steingrímur J. er klárlega öflugasti flokksleiðtoginn í þessari baráttu, virðist græða á reynslunni.
Bjarni Benediktsson er að byggja upp til framtíðar. Hann tekur við erfiðu búi eftir Geir H. Haarde og það mun taka einhvern tíma að byggja liðsheildina til verka að nýju, svo henti honum. Fylgistap er óumflýjanlegt. Enginn er svo fullkominn að geta lagað allt sem hefur klúðrast á Geirstímanum.
En það verður líka örugglega ekki langt í næstu þingkosningar haldi vinstristjórnin áfram, spái ég. Við þekkjum öll sagnfræði þeirra. Teikn eru á lofti um að stöðugleikinn verði lítill í íslenskum stjórnmálum á næstunni og næsta kjörtímabil verði stutt og brösótt.
En einhver verða umskiptin á þessum átta dögum sem alvöru kosningabarátta stendur. Við bíðum spennt.
Í raun má segja að kosningabaráttan hefjist nú fyrir alvöru. Þetta er stutt rimma, þó vissulega hafi þingmenn tekist á í þingsal um mikilvæg málefni hefur lítill sem enginn tími farið í lykilmálin sem þarf að ræða. Þetta verður stysta kosningabarátta íslenskrar stjórnmálasögu og vandséð hvernig það verði nokkru sinni toppað að kosningabaráttan sé aðeins átta sólarhringar frá starfslokum þingsins til fyrstu talna í kosningunum. Átakalínur eru skýrar en flest bendir til þess að söguleg umskipti séu framundan.
Ég yrði ekki hissa á því þó VG yrði stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar í kosningunum um næstu helgi. Mér finnst vindar blási þannig að kjósendur ætli að veita honum og Steingrími J. öndvegissess í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og Geir Haarde var öflugi maðurinn í síðustu kosningabaráttu hefur Steingrímur J. nú hlotið þennan sess. Raunhæfar líkur eru á að hann verði með pálmann í höndunum eftir kosningar og leiði íslensk stjórnmál og krefjist forsætis í næstu ríkisstjórn og hljóti það.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur í þessar kosningar í vægast sagt skelfilegri stöðu. Á innan við tveimur árum, sennilega á innan við hálfu ári betur sagt, hefur hann misst lykilstöðu í nær glatað tafl og má teljast heppinn að haldast yfir kjörfylginu 1987 þegar Albert Guðmundsson nagaði þennan gamla valdaflokk og formanninn Þorstein Pálsson inn að beini með sérframboði sínu. Forysta flokksins á síðustu árum reyndist flokknum illa þegar á reyndi og hélt illa á málum - fær þau sögulegu eftirmæli að klúðra stórt.
Framsókn hefur misst kjörstöðu í upphafi ársins í nær klúðraða. Þeir misstu kapalinn við fall Þingvallastjórnarinnar bæði vegna reynsluleysis og veikleika nýju ungu forystunnar. Flokkurinn fór ekki í stjórn heldur sat hjá og missti trompin eitt af öðru og var beinlínis hlægileg undir lokin. Formaðurinn vildi kosningar snemma til að byggja sig upp, fékk þær en missti spilin á leiðinni. Hann er nú í mikilli baráttu fyrir þingkjöri, valdi ekki öruggt þingsæti í traustu flokkshéraði, og stendur illa.
Samfylkingin græðir á Jóhönnu vissulega. Án hennar væri flokkurinn, sem klúðraði málum í síðustu ríkisstjórn og svaf á verðinum ekkert síður en Sjálfstæðisflokkurinn, í síðum skít og ætti sér varla viðreisnar von. Það er fjarri því gefið að Jóhönnu takist að færa Samfylkingunni oddastöðu eftir kosningar og leiðandi hlutverk í ríkisstjórn. Missi þeir VG fram úr sér missa þeir foryustuna á vinstrivængnum líka og hætt þá við því að Jóhanna verði mjög stutt í viðbót á þingi.
Ég hef beðið eftir því síðustu dagana að einhver umskipti verði í þessari kosningabaráttu. Allt getur gerst. Þau sem ég sé nú fram á og tel að séu í sjónmáli er að VG taki forystuna og nái oddastöðu, leiði næstu ríkisstjórn og taki völdin. Steingrímur J. er klárlega öflugasti flokksleiðtoginn í þessari baráttu, virðist græða á reynslunni.
Bjarni Benediktsson er að byggja upp til framtíðar. Hann tekur við erfiðu búi eftir Geir H. Haarde og það mun taka einhvern tíma að byggja liðsheildina til verka að nýju, svo henti honum. Fylgistap er óumflýjanlegt. Enginn er svo fullkominn að geta lagað allt sem hefur klúðrast á Geirstímanum.
En það verður líka örugglega ekki langt í næstu þingkosningar haldi vinstristjórnin áfram, spái ég. Við þekkjum öll sagnfræði þeirra. Teikn eru á lofti um að stöðugleikinn verði lítill í íslenskum stjórnmálum á næstunni og næsta kjörtímabil verði stutt og brösótt.
En einhver verða umskiptin á þessum átta dögum sem alvöru kosningabarátta stendur. Við bíðum spennt.
![]() |
Takk fyrir, búið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2009 | 00:22
Vænt skot frá Bigga Ármanns til Steingríms
Birgir Ármannsson, alþingismaður, kemur með vænt skot til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, þegar hann bendir á þá einföldu staðreynd að hann hefur í rúmlega 60 mánaðarmót, frá árinu 2003, þegið 50% álag ofan á þingfararkaup vegna ákvæða í eftirlaunalögunum. Vel má vera að Steingrímur J. hafi ætlað að koma ódýru höggi á Kristján Þór Júlíusson, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, á borgarafundinum í MA í kvöld en þá er betra að kasta ekki grjóti úr glerhúsi.
Þetta ákvæði úr eftirlaunalögunum átti við þá alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa þrjá þingmenn eða fleiri kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar. Eftir þá launalækkun sem ákveðin var um síðustu áramót er þingfararkaup 520.000 krónur á mánuði. Sá sem fær 50% álag á þingfararkaup í 60 mánuði fær þannig 15.600.000 krónur í sinn hlut.
Þess má reyndar að lokum geta að eina ákvæðið sem ekki var fellt út við afnám eftirlaunalaganna er 23. greinin, sem er um 50% álag á þingfararkaupið sem fyrr er nefnt. Hentugt!
En þetta er flott hjá Bigga Ármanns. Gott að menn séu vel á verði.
Þetta ákvæði úr eftirlaunalögunum átti við þá alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa þrjá þingmenn eða fleiri kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar. Eftir þá launalækkun sem ákveðin var um síðustu áramót er þingfararkaup 520.000 krónur á mánuði. Sá sem fær 50% álag á þingfararkaup í 60 mánuði fær þannig 15.600.000 krónur í sinn hlut.
Þess má reyndar að lokum geta að eina ákvæðið sem ekki var fellt út við afnám eftirlaunalaganna er 23. greinin, sem er um 50% álag á þingfararkaupið sem fyrr er nefnt. Hentugt!
En þetta er flott hjá Bigga Ármanns. Gott að menn séu vel á verði.
![]() |
Segir Steingrím búa í glerhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)