Vænt skot frá Bigga Ármanns til Steingríms

Birgir Ármannsson, alþingismaður, kemur með vænt skot til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, þegar hann bendir á þá einföldu staðreynd að hann hefur í rúmlega 60 mánaðarmót, frá árinu 2003, þegið 50% álag ofan á þingfararkaup vegna ákvæða í eftirlaunalögunum. Vel má vera að Steingrímur J. hafi ætlað að koma ódýru höggi á Kristján Þór Júlíusson, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, á borgarafundinum í MA í kvöld en þá er betra að kasta ekki grjóti úr glerhúsi.

Þetta ákvæði úr eftirlaunalögunum átti við þá alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa þrjá þingmenn eða fleiri kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar. Eftir þá launalækkun sem ákveðin var um síðustu áramót er þingfararkaup 520.000 krónur á mánuði. Sá sem fær 50% álag á þingfararkaup í 60 mánuði fær þannig 15.600.000 krónur í sinn hlut.

Þess má reyndar að lokum geta að eina ákvæðið sem ekki var fellt út við afnám eftirlaunalaganna er 23. greinin, sem er um 50% álag á þingfararkaupið sem fyrr er nefnt. Hentugt!

En þetta er flott hjá Bigga Ármanns. Gott að menn séu vel á verði.

mbl.is Segir Steingrím búa í glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Hentugt!"

Já, einkar hentugt fyrir formann Sjálfstæðisflokks á næsta kjörtímabili.

Matthías Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 01:02

2 identicon

Formannaálagið hefur aldrei verið leyndarmál. Hvað er þá málið?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 01:16

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Stebbi, ég veit að þú ert svo stækur sjalli að ekki ætla ég að snúa þér. ENNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN mundu hver hefur stjórnað hér í ca   sl 15 ár........ Og ertu MJÖG ánægður með stöðuna á landinu okkar í dag ???????        Hver missti sjónar á öllu,,,,,,, og siðblindan ??  ég bara spyr , Þó að ég væri stæk í einhv flokki,      þá mundi ég endurskoða mitt álit eftir allar þessar fréttir.  Kanski eru allir stjórnmálaflokkarnir á villigötum og með siðblindu, bara kanski mismikla ??    'eg veit það ekki hreint

Ennnn við almenningur eigum ekki að þurfa að borga fyrir einhverja góða gæja, það er á hreinu og það sem að flokkarnir hafa veriðð að styrkja eða þegið múturfé af...

Það er amk mín sannfæring.... Óska svar hjáþér Stebbi

Erna Friðriksdóttir, 17.4.2009 kl. 01:48

4 identicon

Frumvarp sem var flutt í bodi Sjálfstaedisflokksins, thannig ad Birgir og félagar eru ábyggilega mjög vel ad sér í launamálum thingmanna. Án efa.

hransi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 07:25

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hva var ekki Steingrímur á sjúkrahúsi þegar atkvæðagreiðslan var um eftirlaunafrumvarpið?

Ef svo var, var þá ekki varamaður Steingríms sem greiddi atkvæði á móti?

Var nokkuð hægt að breyta þessu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var svo lengi við stjórnvölinn og vildi hreint ekki breyta/falla frá þessum lögum?

Bara svo að menn átti sig á því þá var þessum lögum fyrst breytt þegar VG komst loks í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu...

Ástæða... Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki lengur í vegi fyrir afnámi laganna þegar hann lenti í stjórnarandstöðu.

Lifið heil ekki í blindu

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2009 kl. 08:18

6 identicon

Hvað á Matthías Ásgeirsson við hér að ofan?

Vill hann meina að Sjálfstæðismenn hafi séð fyrir væntanlega stjórnarandstöðu?

Björn I (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:51

7 Smámynd: Kári Gautason

Er það samt ekki rétt til getið hjá mér að Steingrímur var ekkert að gagnrýna það að maðurinn væri á launum hjá bænum? Hann sagði að Kristján væri að semja um 5% launalækkun starfsmanna Akureyrarbæjar um leið og hann segðist ekki ætla að lækka laun. Svo var það einhver maður úti í sal sem kom og skaut á Kristján vegna launanna.

Kári Gautason, 17.4.2009 kl. 11:35

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Steingrímur var ekkert á sjúkrahúsi, Ólafur, þegar eftirlaunalögin voru samþykkt. Hann lét sig hverfa og fór í fjallgöngu. Treysti sér ekki til að feisa málið sem hann hafði sjálfur í upphafi staðið að. Steingrímur lenti í bílslysinu árið 2006, rúmum tveimur árum eftir samþykkt eftirlaunalaganna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.4.2009 kl. 12:20

9 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þar sem hann er drengur góður þá skilar hann þessu væntanlega öllu með vöxtum.

Hann sagði það sjálfur að þetta væru hin mestu ólög...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.4.2009 kl. 13:38

10 identicon

Birgir Ármannsson er hann skemmtikraftur?

Margrét (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband