VG færist nær SF - vond staða Sjálfstæðisflokks

Könnun Gallups ber merki þess að vera gerð í hita og þunga styrkjamálsins í Sjálfstæðisflokknum. Stóru tíðindin að mínu mati eru að VG er hársbreidd frá því að verða stærsti flokkur landsins og gæti hæglega stækkað um meira en helming haldi þessi bylgja fram að kjördegi eftir níu daga. Eðlilegt er að spyrja sig hvort Steingrímur J. Sigfússon verði ekki forsætisráðherra í vinstristjórn fari kosningar í þessa átt. Þeir hljóta að gera tilkall til að fá forsætið hluta af næsta kjörtímabili í það minnsta verði þetta úrslit kosninga.

Þessi staða er vægast sagt mikið áhyggjuefni fyrir sjálfstæðismenn um allt land. Forysta flokksins tók mikla áhættu með því hvernig styrkjamálið var klárað án þess að ganga hreint til verks og virðist ætla að taka þeim dómi hvernig sem hann fer. Þessi staða gefur til kynna að flokkurinn sé í frjálsu falli og nái ekki vopnum sínum undir nýrri forystu. Hún tekur erfið mál í arf frá þeim sem stjórnuðu flokknum á síðustu árum. Gamla forystan fær líka þau eftirmæli að hafa klúðrað málum, vægast sagt.

Greinilegt er að mikið flökt er á fylgi flokkanna. Fjarri því ljóst enn hvernig fer. Margir taka ekki afstöðu og sumir munu bíða alveg þar til í kjörklefanum með að taka afstöðu. Eitt er þó að verða augljóst; mestu umbreytingar í íslenskum stjórnmálum í lýðveldissögunni virðast í sjónmáli. Sjálfstæðisflokkurinn fer stórlega skaddaður til kosninga og talsverðar líkur á að hann missi sögufræga stöðu sína sem forystuafl.

mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri fagnaðarefni ef Steingrímur yrði forsætisráðherra. En er hann ekki þegar meira og minna í því hlutverki í dag? 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:04

2 identicon

Ég las eftirfarandi grein á vef Egils Helga, þar sem farið er yfir klúður Sjálfstæðismanna í landsstjórninni síðastliðin 18 ár. Hver sá sem les þetta og ætlar samt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn kýs ekki með sínum eigin hagsmunum, heldur flokkshagsmunum. Það sem mig hefur fundist vanta svo mikið í Sjálfstæðismenn, er þessi sjálfsgagnrýni. Ég get auðvitað bara talað út frá mér, en ef mér mislíkar eitthvað sem Samfylkingin gerir, þá hika ég ekki við að gagnrýna hana. En mér finnst Sjálfstæðismenn aftur á móti bara taka upp skoðanir forystunnar algjörlega gagnrýnislaust, alveg nákvæmlega sama hvað það er, jafnvel þó það sé óheiðarleiki. En hér kemur greinin => http://eyjan.is/silfuregils/2009/04/16/arfleifd-sjalfstaedisflokksins-grein-eftir-helga-hjalmarsson/

Valsól (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sjálfsgagnrýni? Ég veit ekki betur en ég hafi margoft gagnrýnt forystu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda hrunsins og vegna mistaka sem gerð voru á hennar vakt síðustu tvo til þrjú ár. Styrkjamálið var vel dekkað hér í síðustu viku og um páskahelgina. Ég þori alveg að gagnrýna mitt fólk þegar ég er ósáttur og hef ekkert sparað stóru orðin þegar mér er misboðið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.4.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband