Fjármálaeftirlitið vill láta skjóta sendiboðana

Mér finnst það ekki merkileg forgangsröðun hjá Fjármálaeftirlitinu að vilja láta skjóta sendiboða hinna válegu tíðinda, blaðamennina sem birtu upplýsingar um alvarlegt verklag í bönkunum, glæpsamlegu verkin umdeildu. Auðvitað er eðlilegt að þessar upplýsingar séu gerðar opinberar og mun frekar á að verðlauna þessa blaðamenn fyrir góð störf frekar en ráðast að þeim. Kannski er þetta skólabókardæmi um hvernig vinnuferlið hefur verið í Fjármálaeftirlitinu, eftirlitsstofnun sem svaf gjörsamlega á verðinum.

Mikið er talað um bankaleynd og hversu langt hún eigi að ganga. Mér finnst blasa við að ýmislegt miður geðslegt á að fela bakvið tjöldin með bankaleyndinni, hún eigi að ná mun lengra en eðlilegt er. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki eigi að afnema hana og koma með allt á borðið.

Mjög mikilvægt er að hreinsa út og greinilegt að þeir eru í bönkunum sem leka gögnum og koma málum á borðið framhjá þeim sem yfir þeim eru og hefur verið falin forysta í bönkunum þó þeir hafi verið á kafi í ruglinu þar áður fyrr.

mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brekkusöngur á þingi



Ég neita því ekki að það var eilítið skondið að fylgjast með þinghaldinu um eða upp úr miðnætti. Ákvað að sleppa því að horfa á þessar ræðukúnstir og setti All the President´s Men frekar í dvd-spilarann og missti því af öllum ræðunum. Stjörnuframmistöðu kvöldsins átti þó væntanlega brekkusöngvarinn Árni Johnsen þegar hann söng Laugardagskvöld á Gili. Ekki hægt annað en brosa út í annað yfir þessum söng.

Annars finnst mér á mjög gráu svæði að funda síðla kvölds og hvað þá að næturlagi. Varla er þetta boðlegt verklag. En þingræðið er greinilega komið í færibandavinnu fyrir framkvæmdavaldið. Ekki við öðru að búast en þeir sem töluðu um að reisa við þingræðið standi fyrir svona verklagi og stjórnarskrárbreytingum á slíkum methraða og án samkomulags.

mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðilegar auðmannsvillur

Sumarbústaður Sigurðar Einarssonar
Fyrir nokkrum vikum var sýnt í fréttatíma Sjónvarpsins frá hálfköruðu og eyðilegu auðmannssetri Sigurðar Einarssonar í Borgarfirði. Þar sem fjöldi manna voru að vinna við þetta mikla verk fyrir nokkrum mánuðum var engin sála nú. Ástand efnahagslífsins kom þar fram án nokkurra orða. Það talaði sínu máli.

Mér fannst þetta táknræn myndræn framsetning hjá Sjónvarpinu. Frétt dagsins um sveitasetrið kemur því ekki að óvörum. Það er táknmynd um hrunið mikla.

mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband