Fjármálaeftirlitið vill láta skjóta sendiboðana

Mér finnst það ekki merkileg forgangsröðun hjá Fjármálaeftirlitinu að vilja láta skjóta sendiboða hinna válegu tíðinda, blaðamennina sem birtu upplýsingar um alvarlegt verklag í bönkunum, glæpsamlegu verkin umdeildu. Auðvitað er eðlilegt að þessar upplýsingar séu gerðar opinberar og mun frekar á að verðlauna þessa blaðamenn fyrir góð störf frekar en ráðast að þeim. Kannski er þetta skólabókardæmi um hvernig vinnuferlið hefur verið í Fjármálaeftirlitinu, eftirlitsstofnun sem svaf gjörsamlega á verðinum.

Mikið er talað um bankaleynd og hversu langt hún eigi að ganga. Mér finnst blasa við að ýmislegt miður geðslegt á að fela bakvið tjöldin með bankaleyndinni, hún eigi að ná mun lengra en eðlilegt er. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki eigi að afnema hana og koma með allt á borðið.

Mjög mikilvægt er að hreinsa út og greinilegt að þeir eru í bönkunum sem leka gögnum og koma málum á borðið framhjá þeim sem yfir þeim eru og hefur verið falin forysta í bönkunum þó þeir hafi verið á kafi í ruglinu þar áður fyrr.

mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stebbi Fr.

Sagan segir að þessir umræddu blaðamenn séu með meiri upplýsingar úr fleiri fjármálastofnunum , en það henti ekki að birta þær upplýsingar því þær séu um góða og gegna sjálfstæðismenn !

JR (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband