Fangar á leið í land

Ekki gerist það á hverjum degi, sem betur fer, að varðskip séu á ferð með fanga um borð. Engir eru þar fangaklefar og hlýtur því að vera svolítið sérstakt andrúmsloft um borð við þessar aðstæður. Ég man varla eftir svona máli, en eflaust hefur þetta komið upp áður.

Við hæfi er að hrósa lögreglunni og aðilum þeim tengdum fyrir hversu vel staðið var að verki fyrir austan í dópmálinu. Þar small allt saman og allir unnu vel sem samhent heild að því að leysa málið.

Björn Bjarnason vann vel sem dómsmálaráðherra að því að efla og samhæfa verklag lögreglu og tollgæslu. Þessi samvinna kom vel fram í Pólstjörnumálinu og enn betur nú.

mbl.is Skútan á leið í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írísi á þing - þrír turnar í Suðurkjördæmi

Ég er ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn leiðir í könnuninni í Suðurkjördæmi. Mikil endurnýjun hefur orðið á listanum þar og þrjár konur í fjórum efstu sætunum, allar nýjar í þingframboði á svæðinu, þar af leiðtoginn Ragnheiður Elín Árnadóttir og svo er Unnur Brá í öruggu þingsæti. Flokkurinn virðist mjög tryggur með þrjá menn og vantar herslumuninn á að tryggja Írísi Róbertsdóttur, kennara í Vestmannaeyjum, inn á þing. Hún yrði glæsilegur fulltrúi fyrir Eyjamenn inn á þing.

Stóru tíðindin í þessari könnun eru reyndar tvenn að mínu mati; hversu traust staða vinstri grænna er orðin í Suðrinu og hve veik staða Framsóknarflokksins er orðin í þessu forna lykilvígi sínu, þar sem Guðni Ágústsson var sem kóngur í ríki sínu mjög lengi. Framsókn veiktist reyndar nokkuð í Suðrinu síðast, en þær kosningar voru flokknum mjög erfiðar um nær allt land. Framsóknarmenn hljóta að vera orðnir örvæntingarfullir yfir stöðunni.

Mér finnst merkilegt hvað Samfylkingin er sterk í Suðrinu með viðskiptaráðherra bankahrunsins, sem gjörsamlega brást á vaktinni, í forystusætinu. Mikið er reyndar talað um hvað hann sé lítið sýnilegur í baráttunni, sem kemur varla að óvörum. Oddný Harðardóttir og Róbert Marshall eru mun meira auglýst. Þeir fóstbræður Össur, Kristján Möller og Björgvin, karlráðherrar Þingvallastjórnarinnar, sjást reyndar varla í baráttunni.

Eitt vekur líka athygli. Borgarahreyfingin mælist illa á landsbyggðinni og kemur það vel fram þarna. Þeirra styrkleiki virðist helst vera á 101 og nágrannasvæðum.

mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúruleg vinnubrögð í kosningabaráttu

Mér finnst það afar miður að ráðist sé með skipulögðum hætti á starfsemi stjórnmálaflokka í kosningabaráttu, eins og gerðist í dag á kosningskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Ármúla og Hafnarfirði. Þetta eru mjög lágkúruleg vinnubrögð. Þeir geta varla barist fyrir merkilegum málstað sem svona koma fram, svona vinnubrögð dæma sig algjörlega sjálf.

Aðferðirnar minna mjög á Saving Iceland-hópinn svokallaða, eins og ég minntist á í morgun. Grímur og skyrslettur. Þetta segir meira en mörg orð um hver standi að baki þessu.


mbl.is Skyri og málningu slett á kosningaskrifstofu við Ármúla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Saving Iceland farið að ráðast á Samfó?

Ekki hægt annað en vorkenna Samfylkingunni örlítið fyrir að verða fyrir árás á kosningaskrifstofuna sína. Er Saving Iceland-liðið farið að berja á Samfylkingunni á viðkvæmasta tímapunkti fyrir kosningar? Vinnubrögðin minna allavega ansi mikið á mótmæli og gjörninga þess hóps á síðustu árum.

Mikil harka er komin í þessa kosningabaráttu. Man ekki eftir beittara áróðursstríði í fjöldamörg ár og hörðum átökum, einkum bakvið tjöldin og í netheimum. Lífleg barátta allavega. En þessi árás á Samfylkinguna er samt svolítið sérstök, einkum vegna þess á aðferðirnar sem eru þó kunnuglegar.

mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æsilegur eltingaleikur

Jæja, þá er hinum æsilega eltingarleik á eftir dópskútunni lokið. Langt síðan fylgst hefur verið með öðrum eins eltingarleik lögreglu við þá sem hafa brotið af sér og það yfir atlantshafið. Þetta mál minnir ískyggilega mikið á Pólstjörnumálið margfræga á árinu 2007, en mikið hefur verið talað um það í fjölmiðlum og skrifuð bók um það ennfremur af Ragnhildi Sverrisdóttur, blaðamanni.

Lögreglan sýndi mátt sinn og úrræðagóð vinnubrögð í því máli og endurtekur leikinn núna með því að upplýsa þetta mál og koma upp um það.

mbl.is Skútan fundin - 3 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband