Æsilegur eltingaleikur

Jæja, þá er hinum æsilega eltingarleik á eftir dópskútunni lokið. Langt síðan fylgst hefur verið með öðrum eins eltingarleik lögreglu við þá sem hafa brotið af sér og það yfir atlantshafið. Þetta mál minnir ískyggilega mikið á Pólstjörnumálið margfræga á árinu 2007, en mikið hefur verið talað um það í fjölmiðlum og skrifuð bók um það ennfremur af Ragnhildi Sverrisdóttur, blaðamanni.

Lögreglan sýndi mátt sinn og úrræðagóð vinnubrögð í því máli og endurtekur leikinn núna með því að upplýsa þetta mál og koma upp um það.

mbl.is Skútan fundin - 3 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Lögreglan í dag þarf og er í stöðugri þjálfun í þessum málum. Við getum bara horft til baka nokkur ár til að sjá þróunina hjá dópsölum við að koma fíkniefnum inn til landsins.

Okkur finnst orðið mikið að sjá bæði varðskip og þyrlu í eltingaleik lengst úti á ballarhafi, en staðreyndin er sú að þetta er bara byrjunin á því sem koma skal og sérsveit lögreglunnar á eftir að verða mikið sýnilegri, margir taka því ílla og mér þótti mjög miðu að sjá sérsveitamenn um  daginn útataða í skyri eftir að almenningur var búinn að grýta þá.

Við skulum átta okkur á því að þessir menn eru að bjarga mannslífum og leggja mikið á sig til að það gangi eftir.

S. Lúther Gestsson, 20.4.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nú verður hægt að skrifa aðra bók.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.4.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband