13.5.2009 | 18:15
Guðfríður valin þingflokksformaður fram yfir Atla
Ég efast ekki um að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er vel að því komin að verða þingflokksformaður vinstri grænna. Taldi samt að Atli Gíslason yrði fyrir valinu. Hann hefur meiri þingreynslu en Guðfríður Lilja, stýrt þingnefnd og leitt framboðslista lengur en hún. Valið ber merki þess að Atli hafi fallið í ónáð flokksforystunnar vegna ummæla eftir kosningarnar um myndun þjóðstjórnar.
Auk þess að Guðfríður Lilja hafi verið valin til að friða óánægjuraddirnar í VG sem vildu fleiri kvenráðherra, sem náði hámarki með harðorðri ályktun ungra vinstri grænna. Eflaust er það sambland af þessu báðu.
Niðurlæging Atla er samt algjör. Hann fékk ekki ráðuneyti og fær svo í kjölfarið ekki þingflokksformennsku þrátt fyrir að hafa verið lengur á þingi. Nýliði í þingflokknum er valin til að stýra honum.
Auk þess að Guðfríður Lilja hafi verið valin til að friða óánægjuraddirnar í VG sem vildu fleiri kvenráðherra, sem náði hámarki með harðorðri ályktun ungra vinstri grænna. Eflaust er það sambland af þessu báðu.
Niðurlæging Atla er samt algjör. Hann fékk ekki ráðuneyti og fær svo í kjölfarið ekki þingflokksformennsku þrátt fyrir að hafa verið lengur á þingi. Nýliði í þingflokknum er valin til að stýra honum.
![]() |
Guðfríður Lilja þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 18:04
Af hverju fær flokkur utan þings að senda póst?
Mér finnst það ekki viðeigandi að stjórnmálaflokkur sem hefur fallið af Alþingi og misst umboð kjósenda fái í kjölfarið, eftir kosningar, að senda póst á vegum þingsins, á kostnað landsmanna. Hljómar ekki vel og er að mínu mati óeðlilegt fordæmi sem þarna er veitt. Vilji Frjálslyndi flokkurinn hvetja stuðningsmenn sína eftir fallið af þingi hlýtur hann að gera það á eigin kostnað. Mér finnst það alveg lágmark.
Fall frjálslyndra af þingi hefur verið fyrirsjáanlegt um nokkuð skeið. Hann náði aldrei vopnum sínum eftir að Margrét Sverrisdóttir var hrakin úr flokknum með lágkúrulegum vinnubrögðum og át sig upp innan frá í hjaðningavígum.
Mér finnst leitt að sjá hvernig fór fyrir Guðjóni Arnari, hann átti betra skilið. Hann treysti hinsvegar meira á pólitísk sníkjudýr og flóttamenn en trausta bakhjarla flokksins. Svo fór sem fór.
Fall frjálslyndra af þingi hefur verið fyrirsjáanlegt um nokkuð skeið. Hann náði aldrei vopnum sínum eftir að Margrét Sverrisdóttir var hrakin úr flokknum með lágkúrulegum vinnubrögðum og át sig upp innan frá í hjaðningavígum.
Mér finnst leitt að sjá hvernig fór fyrir Guðjóni Arnari, hann átti betra skilið. Hann treysti hinsvegar meira á pólitísk sníkjudýr og flóttamenn en trausta bakhjarla flokksins. Svo fór sem fór.
![]() |
Frjálslyndi sendi póst á kostnað Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 17:17
Ung vinstri græn húðskamma Steingrím J.
Ég verð að segja alveg eins og er að ég dáist að ungum vinstri grænum að skamma Steingrím J. Sigfússon með svo áberandi hætti sem ályktunin um kynjakvótann óneitanlega er. Formaðurinn fær það alveg óþvegið þar - skilaboðin mjög skýr. Reyndar hef ég aldrei skilið þessa kynjakvóta hjá vinstri grænum. Þeir hafa alltaf virkað bara í aðra áttina, gegn karlmönnum en ekki komið niður á konum.
Þetta sást best þegar konurnar héldu allar sætum sínum í efstu sætum eftir forvalið í Reykjavík og Kolbrún Halldórsdóttir var ekki færð niður fyrir Ara Matthíasson á meðan Hlynur Hallsson varð að sætta sig við að fara niður um sæti fyrir Dýrleifu Skjóldal. Þá breyttust þessir kynjakvótar í konukvótar eiginlega.
Vinstri grænir hafa alltaf verið mjög foringjahollir. Mikla athygli vakti þegar ungir vinstri grænir bjuggu til boli með Steingrími J. utan á, í líki Che Guevara, í kosningabaráttunni 2003. Veit ekki alveg hvað hefði verið sagt ef SUS hefði búið til boli með mynd af Davíð Oddssyni.
En hvað með það. Þetta eru sterk skilaboð. Man ekki eftir að flokksstofnun í VG hafi áður skammað Steingrím J. svo opinberlega. Eru þetta ekki líka kaldar kveðjur til Jóns Bjarnasonar, karlsins sem fór í ráðherrastól? Hvernig átti að skipta fimm stólum jafnt á milli kynja? Með konukvóta?
Þetta sást best þegar konurnar héldu allar sætum sínum í efstu sætum eftir forvalið í Reykjavík og Kolbrún Halldórsdóttir var ekki færð niður fyrir Ara Matthíasson á meðan Hlynur Hallsson varð að sætta sig við að fara niður um sæti fyrir Dýrleifu Skjóldal. Þá breyttust þessir kynjakvótar í konukvótar eiginlega.
Vinstri grænir hafa alltaf verið mjög foringjahollir. Mikla athygli vakti þegar ungir vinstri grænir bjuggu til boli með Steingrími J. utan á, í líki Che Guevara, í kosningabaráttunni 2003. Veit ekki alveg hvað hefði verið sagt ef SUS hefði búið til boli með mynd af Davíð Oddssyni.
En hvað með það. Þetta eru sterk skilaboð. Man ekki eftir að flokksstofnun í VG hafi áður skammað Steingrím J. svo opinberlega. Eru þetta ekki líka kaldar kveðjur til Jóns Bjarnasonar, karlsins sem fór í ráðherrastól? Hvernig átti að skipta fimm stólum jafnt á milli kynja? Með konukvóta?
![]() |
Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 13:42
Sjarmatröllið Alexander
Norska lagið í Eurovision að þessu sinni er algjör gullmoli. Notalegt og flott. Besta lagið að þessu sinni að mínu mati, fyrir utan íslenska lagið að sjálfsögðu. Alexander Rybak er algjört sjarmatröll og ekki vafi að hann muni heilla Evrópubúa á morgun og fara í úrslitakeppnina með Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Traust lag og flott frammistaða!
![]() |
Rybak hrifinn af Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 01:23
Jóhanna Guðrún syngur sig inn í evrópsk hjörtu
Jóhanna Guðrún var heillandi, hugljúf og flott í Moskvu í kvöld. Yndisleg frammistaða - að mínu mati besta söngkona kvöldsins og þetta er hiklaust ein besta söngframmistaða Íslands til þessa í keppninni. Gott fyrir hana að verða sjöunda á svið á laugardaginn. Tel að hún hafi mikinn meðbyr, hún og allur íslenski hópurinn hefur staðið sig vel og unnið fyrir þessu.
Við vonum öll það besta, en það er ekki hægt annað en vera stoltur Íslendingur eftir þessa söngframmistöðu á alþjóðlega tónlistarsviðinu. Gott að fara inn í nóttina og rifja upp íslenska lagið. Svei mér þá ef Íslendingar gleyma ekki öllum sínum áhyggjum um stund yfir þessum áfangasigri í keppninni.
![]() |
Jóhanna verður 7. í röðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)