20.5.2009 | 17:46
Er gáfulegt að klára tónlistarhúsið í kreppunni?
Ég er ekki hissa á því þó tónlistarhúsið hiksti í þingmönnum Samfylkingarinnar (sem rifust opinberlega um það í þinginu í dag), enda einum of stór biti til að renna í gegn í einu vetfangi. Mikilvægt er að stjórnvöld forgangsraði á þessum erfiðu tímum og hugleiði hvort rétt sé að binda sig þessu verkefni nú. Bygging hússins gat ekki stöðvast á verri tímapunkti en þessum, enda er það eins og svöðusár í miðborg Reykjavíkur.
Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?
Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?
Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
![]() |
Deilt um tónlistarhús á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 17:45
Heiðarleg rannsókn eða ímyndarherferð?
Mér finnst ákvörðun Glitnis um að fela ráðgjafafyrirtæki að aðstoða við rannsókn á óeðlilegum millifærslum nokkuð athyglisverð. Er þetta heiðarleg rannsókn eða einfaldlega aum og veruleikafirrt ímyndaherferð sem snýst um aukaatriði en ekki aðalatriðin sem mestu skipta? Fróðlegt verður að sjá hvort það er.
Óttast að þetta sé hið síðarnefnda að fenginni reynslu okkar allra af verklaginu í bönkunum. Þeir eru ekki hátt skrifaðir eftir atburði síðustu mánaða.
Óttast að þetta sé hið síðarnefnda að fenginni reynslu okkar allra af verklaginu í bönkunum. Þeir eru ekki hátt skrifaðir eftir atburði síðustu mánaða.
![]() |
Rannsaka óeðlilegar millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 15:02
One big happy family?
20.5.2009 | 14:14
Er svigrúm fyrir einhverjar launahækkanir?
Ég get ekki séð að það sé eitthvað svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er. Atvinnulífið er að sligast vegna stöðunnar í efnahagsmálum og varla geta fyrirtækin staðið undir sér í þessu árferði. Kjaftasagan segir að stjórnarflokkunum hafi nýlega verið tilkynnt að innan tveggja mánaða muni stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins fara í þrot að óbreyttu. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Æ fleiri fyrirtæki eru að enda í höndum ríkisins. Lítið er um úrræði. Hjólin eru einfaldlega að stöðvast.
Dreg ekki í efa að verkalýðsleiðtoginn sem gekk út í dag argur og sár yfir tillögum Samtaka atvinnulífsins sé óánægður með tilboðið sem honum var rétt. En er eitthvað svigrúm fyrir launahækkanir. Er ekki betra að reyna að tryggja að atvinnulífið sé virkt. Hver er framtíðarsýnin? Er eitthvað framundan nema að hjólin stöðvist nema reynt verði að stjórna þessu landi. Hver er við stýrið í þessu landi? Hvað er framundan í þessari stöðu nema lífróður?
Dreg ekki í efa að verkalýðsleiðtoginn sem gekk út í dag argur og sár yfir tillögum Samtaka atvinnulífsins sé óánægður með tilboðið sem honum var rétt. En er eitthvað svigrúm fyrir launahækkanir. Er ekki betra að reyna að tryggja að atvinnulífið sé virkt. Hver er framtíðarsýnin? Er eitthvað framundan nema að hjólin stöðvist nema reynt verði að stjórna þessu landi. Hver er við stýrið í þessu landi? Hvað er framundan í þessari stöðu nema lífróður?
![]() |
Þiggja ekki 7 þúsund sí-svona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 12:54
Baugsmál í nýju ljósi
Varla teljast það stórtíðindi að Héraðsdómur hafi synjað frávísunarkröfu í Baugsmálinu. Mestu tíðindin eru þó væntanlega þau að margir sjá Baugsmálið í nýju ljósi, sérstaklega eftir atburðarás síðustu mánaða. Lengi vel tókst með pr-framsetningu að snúa málinu á haus og láta það snúast um aukaatriði í stað aðalatriða.
Vonandi er þeim auma blekkingaleik nú lokið.
Vonandi er þeim auma blekkingaleik nú lokið.
![]() |
Baugsmálinu ekki vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |