Er svigrúm fyrir einhverjar launahækkanir?

Ég get ekki séð að það sé eitthvað svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er. Atvinnulífið er að sligast vegna stöðunnar í efnahagsmálum og varla geta fyrirtækin staðið undir sér í þessu árferði. Kjaftasagan segir að stjórnarflokkunum hafi nýlega verið tilkynnt að innan tveggja mánaða muni stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins fara í þrot að óbreyttu. Ekki er ástæða til að draga það í efa. Æ fleiri fyrirtæki eru að enda í höndum ríkisins. Lítið er um úrræði. Hjólin eru einfaldlega að stöðvast.

Dreg ekki í efa að verkalýðsleiðtoginn sem gekk út í dag argur og sár yfir tillögum Samtaka atvinnulífsins sé óánægður með tilboðið sem honum var rétt. En er eitthvað svigrúm fyrir launahækkanir. Er ekki betra að reyna að tryggja að atvinnulífið sé virkt. Hver er framtíðarsýnin? Er eitthvað framundan nema að hjólin stöðvist nema reynt verði að stjórna þessu landi. Hver er við stýrið í þessu landi? Hvað er framundan í þessari stöðu nema lífróður?

mbl.is Þiggja ekki 7 þúsund sí-svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband