Dularfullt andlát - hvað er gefið í skyn?

Mjög sorglegt sé það rétt að eitthvað saknæmt sé við andlát vistmanns á Hrafnistu. Mér finnst þó verra að lesa fréttatilkynninguna, enda er þar eitt og annað gefið í skyn án þess að það sé sagt. Lesa þarf á milli línanna til að átta sig á fréttinni til fulls og hvað hefur í raun gerst. Hvers vegna var þetta gefið út áður en krufningu er lokið - komið með staðreyndir í stað þess að gefa eitthvað í skyn sem alls óvíst er að hafi gerst?

mbl.is Lögreglurannsókn vegna andláts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing Íslands á alþjóðavettvangi stórsköðuð

Ekki er hægt að neita því að virðing Íslands á alþjóðavettvangi er stórlega sködduð. Þegar Svíar vilja ekki setja íslenska fánann á sérstaka fánastöng er illa fyrir okkur komið og orðsporið ekki beinlínis upp á sitt besta. Þetta er það sem við höfum svosem óttast mest: að útrásarvíkingarnir og liðið sem fylgdi þeim hafi dregið okkur öll með sér í svaðið, ekki aðeins peningalega heldur sé orðspor okkar allra farið með þeim.

Óhjákvæmilega læðist að manni sú hugsun að það taki ár eða áratugi að koma málum svo fyrir að Ísland sé virt vörumerki á alþjóðavettvangi að nýju eftir allt útrásarsukkið. Eflaust þurfum við ný andlit til að geta verið andlit á nýrri uppbyggingu. Varla gengur fyrir okku t.d. að senda útrásarforsetann, sem var gestgjafi allra gjaldþrotapésanna sem spiluðu okkur út í horn, til að reisa við orðsporið. 

En kannski er staðan orðin sú að um allan heim vorkenni fólk hinum lánlausu Íslendingum. Ég finn t.d. að Bretar hugsa hlýrra til okkar en illhugur í Downingstræti ber vitni um. Vonum það besta, það takist að rífa sig út úr þessu ólukkans standi.

mbl.is Slepptu íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atlaga vinstriaflanna gegn fólkinu í landinu

Vinstristjórnin sýnir sitt innra eðli og ráðleysi með því að auka álögur á íslenskan almenning um tólf milljarða; 8 milljarða í gegnum hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána og rúma 4 milljarða í gegnum vörugjöld. Þvílíkt kjaftshögg framan í fólkið í landinu. Þetta veikir stöðu almennings og ekki óvarlegt að álíta að þeir Íslendingar sem eru ekki fastir í skuldafangelsi fari hreinlega að flýja land.

Fjölmargir sitja svo eftir í fangelsi heima hjá sér skuldum hlaðin og í fjötrum ástandsins. Þvílík framtíðarsýn í boði vinstriaflanna í landinu. Þetta eykur aðeins vanda fólksins í landinu og sligar heimilin, sem nógu illa voru stödd fyrir og í raun alveg á bjargbrúninni.

Þetta eru ekta vinstrisinnaðar lausnir, fyrst og fremst skólabókardæmi um hversu veruleikafirrt liðið er sem treyst var fyrir þjóðarskútunni. Gremja almennings er auðvitað mikil. Sumir töldu virkilega að vinstriöflin myndu bjarga heimilunum í landinu.

Ekki furða að varla var stafkrókur í stjórnarsáttmálanum um heimilin í landinu og aðgerðir til lausnar vandanum. Eina úrræðið er að auka vandann um allan helming. Þvílík vinnubrögð.

Nú sjáum við í raun hvað ríkisstjórnin meinti með skjaldborginni. Það voru auðvitað bara orðin tóm; frasi í kosningabaráttu og á fjölprentuð kosningaspjöld.


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband