Susan Boyle tapar í Britain´s Got Talent



Vissulega eru það mjög óvænt úrslit að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað hæfileikakeppninni Britain´s Got Talent: Hún var talin ósigrandi og hafa allt sem þurfti til að vinna. En kannski varð álagið um megn fyrir Susan. Held að öll athyglin frá fjölmiðlum og almenningi hafi hreinlega snúist upp í andhverfu sína, verið henni hrein bölvun og eyðilagt sigurmöguleikana fyrir henni.

Stundum verður of mikil athygli einum of. Ætli að Susan Boyle skrifi ekki upp á það þegar hún gerir upp keppnina síðar.

mbl.is Boyle tapaði fyrir dönsurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsunarleysi verðandi móður í áfengisvímu

Maður er eiginlega alveg orðlaus yfir konunni sem komin sjö mánuði á leið ákvað að skella sér sisvona á fyllerí. Hvað er þessi kona að hugsa? Og þó, er einhver hugsun annars eftir í hausnum á þeim sem ákveða að detta í það með barn undir belti. Eru þær að hugsa um sjálfa sig eingöngu eða einfaldlega ekki neitt?

Væri áhugavert að rýna aðeins inn í huga þeirra sem taka slíka ákvörðun enda er greinilega ekki hugsað um barnið. Og þó, kannski er það of krefjandi verkefni. Þær sem taka þá ákvörðun að eignast barn hljóta að hafa gert sér grein fyrir hlutverki sínu, reyni allavega ekki að leika sér að því að valda barninu skaða.

mbl.is Þunguð kona ofurölvi í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálftadagurinn mikli



Mér finnst það stórmerkilegt að stór jarðskjálfti verði nákvæmlega ári eftir að Suðurlandsskjálftinn stóri reið yfir. 29. maí hlýtur að verða nefndur jarðskjálftadagurinn mikli. Hef heyrt í mörgum sem fundu fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist hafa verið alvöru lífsreynsla fyrir einhverja, sérstaklega á Suðurnesjum.

Um að gera að rifja upp viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar fyrir ári þegar stóri skjálftinn reið yfir, en þá var hann í miðri upptöku á Hrafnaþingi. Mögnuð klippa.

mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband