6.5.2009 | 19:49
Dapurleg örlög
Ekki er hægt annað en vorkenna Ragnari Hermannssyni, sem er fastur í helvíti á jörðu, vegna áhættunnar á að smygla eiturlyfjum, fastur í viðjum vímunnar. Aðstæður í þessu fangelsi eru þess eðlis að lífsbaráttan verður erfið. Verjast þarf nauðgunartilraunum og árásum meðfanga. Lýsingar Íslendings sem dvaldi þar fyrir nokkrum árum gefur til kynna að Ragnar muni varla lifa af vistina og hann verði í raun algjört flak tóri hann svo lengi.
Mikilvægt er að reyna að koma á framsalssamningi svo Ragnar geti í það minnsta komið heim og tekið út sína refsingu eða horft fram á eins eðlilegt líf og mögulegt má vera, miðað við alvarleika brotsins. En þetta er mikil sorgarsaga og vonandi að einhver mannsæmandi lausn finnist.
![]() |
Ég á eftir að deyja hérna" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 16:10
Innistæðulaus loforð - gagnsæi Ögmundar
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, er ekki beinlínis trúverðugur þegar hann lofar nýjum landsspítala rétt áður en ráðist verður í gríðarlegan niðurskurð, sem hlýtur að bitna á velferðarkerfinu, sama hvað stjórnarflokkarnir sögðu annars í kosningabaráttunni. Ég er hræddur um að þessi orð Ögmundar gleymist fljótt þegar farið verður í niðurskurðinn. Þetta heitir að lofa fólki einhverju sem lítil sem engin innistæða er í raun fyrir. Í raun svolítið lúalegt, en hvað með það.
Ögmundur situr í ríkisstjórn sem situr á mikilvægum upplýsingum um stöðu þjóðarinnar og vill ekki kynna það fyrir þjóðinni. Þau vinnubrögð eru ekki síður lúaleg. Furðulegt alveg fyrir vinstri græna að vera nú í því hlutverki sem þeir gagnrýndu mest Geir Haarde og Árna Mathiesen fyrir í vetur, að tala ekki nóg við þjóðina. Honum hlýtur að líða einkennilega í því ljósi, vera í hitanum sem fylgir því að sitja á upplýsingum sem í raun eiga að vera opinberar staðreyndir fyrir alla þjóðina.
6. janúar sl. ritaði Ögmundur þennan pistil á heimasíðu sína:
"Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir okkur í fréttum Sjónvarps í kvöld að almenningi séu ekki ætlaðar upplýsingar úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um bankabraskið. Fjármálaeftirlitið væri nú búið að fá slíkar skýrslur í hendur og ætlaði að skoða þær "faglega".
Jónas Fr. Jónsson ætlar með öðrum orðum ekkert að gefa upp um það hvort hvort endurskoðunarfyrirtækin sem rannsökuðu Kaupþing og Landsbankann í aðdraganda hrunsins telji að lög hafi verið brotin eður ei.
Til álita komi hins vegar að birta almenningi úrdrátt úr skýrslunum síðar. Það er að segja - kannski. Bíðum við. Almenningur á að borga en fær ekki að vita neitt um svindlið og svínaríið. Var ekki verið að tala um gagnsæi?
Auðvitað á að birta þetta allt saman strax og það á netinu. Eru yfirvöld að egna þjóðina til uppreisnar?"
Hvar er sá sem skrifaði þetta núna. Er hann ekki enn sömu skoðunar að birta eigi allt á netinu? Djöfuls hræsni!
![]() |
Vill af stað með nýjan spítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 13:41
Afrek læknisvísindanna
Fyrir og eftir aðgerðina
![]() |
Fékk 80% af andliti annarrar konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 00:26
Lágkúruleg framkoma hjá LÍN - hriplek skjaldborg
Saga Ægis Sævarssonar er ein af mörgum dapurlegum sögum. Persónulega brá mér mest að hlusta á Berglindi Jóhannesdóttur í kvöldfréttum Sjónvarps. Þvílík sorgarsaga. Hún fær ekki greiðsluaðlögun því hún hefur verið dagmamma! Á hvaða leið er þetta samfélag með úrræðum Jóhönnu og Steingríms?
Er þetta fólk ekki í sambandi? Kannski er það í fríi eða utan þjónustusvæðis eins og félagsmálaráðherrann. Ég held að þeim líði mjög illa sem treystu þessu liði fyrir atkvæðinu sínu fyrir tíu dögum. Sofandagangur þeirra er algjör.
Jóhanna var ekki beint traustvekjandi þegar hún svaraði í dag að fjölmiðlar hefðu ekki kynnt almenningi nógu vel úrræðin í stöðunni. Á hún þar við greiðsluaðlögunina? Er ekki rétt að spyrja hana út í sögu Berglindar?
![]() |
Hundeltur af LÍN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |