10.6.2009 | 16:11
Er vinstristjórnin búin að missa Evu Joly?
Mér finnst það frekar vandræðalegt fyrir vinstristjórnina að Eva Joly sé allt að því búin að flýja frá verkefninu sem henni var falið af þeim fyrir nokkrum mánuðum. Ekki er hægt að kenna öðrum um, enda vinstrimenn verið við völd í landinu síðan í febrúar og með full völd. Var ráðning hennar allan tímann ein sýndarmennska?
Af hverju er svona komið eftir öll fögru orðin um mikilvægi þess að Eva Joly stýri rannsókninni og hafi til þess allt sem þurfi? Er staðan kannski sú að Samfylkingin vill ekkert heiðarlega rannsókn eftir allt saman?
Af hverju er svona komið eftir öll fögru orðin um mikilvægi þess að Eva Joly stýri rannsókninni og hafi til þess allt sem þurfi? Er staðan kannski sú að Samfylkingin vill ekkert heiðarlega rannsókn eftir allt saman?
![]() |
Eva Joly íhugar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 13:14
Hver verður mótleikur sjálfstæðismanna í Kópavogi?
Ekki þarf að vera mjög spámannlega vaxinn til að átta sig á því að Framsókn mun gera kröfu um bæjarstjóraskipti í Kópavogi í kjölfar skýrslu Deloitte. Einn bæjarfulltrúi þeirra mun ekki taka ábyrgð á þessu máli með stuðningi við Gunnar Birgisson, bæjarstjóra í Kópavogi. Stóra spurningin er því hver mótleikur Sjálfstæðisflokksins verði.
Staða Gunnars veiktist frekar styrktist í viðtalinu í Kastljósi í gærkvöldi. Þar rakst hvað á annars horn og afskaplega erfitt að trúa því að viðskiptin við Frjálsa miðlun sé siðleg og eðlileg. Þetta mál lítur skelfilega út og er pólitískt óverjandi fyrir hvaða flokk sem er, helst af öllum þann sem viðkomandi maður leiðir.
Hvað gera aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins? Munu þeir allir lýsa yfir stuðningi við Gunnar eða taka til sinna ráða riði meirihlutasamstarfið til falls? Ég á bágt með að trúa því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, bæði í Kraga og Kópavogi, muni láta einn mann dæma hann til minnihlutavistar í Kópavogi.
Heiðarlegast væri að Gunnar viki til hliðar, enda erfitt að sjá hvernig hann geti staðið málið af sér og setið lengur sem bæjarstjóri. Augljóst er að ekki er lengur meirihluti fyrir setu hans á valdastóli ef Framsókn setur fram afarkostina.
Nú reynir á hvort hægt sé að ljúka þessu máli með sóma eða láta það enda í allsherjar tragedíu fyrir alla sjálfstæðismenn í Kópavogi.
Staða Gunnars veiktist frekar styrktist í viðtalinu í Kastljósi í gærkvöldi. Þar rakst hvað á annars horn og afskaplega erfitt að trúa því að viðskiptin við Frjálsa miðlun sé siðleg og eðlileg. Þetta mál lítur skelfilega út og er pólitískt óverjandi fyrir hvaða flokk sem er, helst af öllum þann sem viðkomandi maður leiðir.
Hvað gera aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins? Munu þeir allir lýsa yfir stuðningi við Gunnar eða taka til sinna ráða riði meirihlutasamstarfið til falls? Ég á bágt með að trúa því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins, bæði í Kraga og Kópavogi, muni láta einn mann dæma hann til minnihlutavistar í Kópavogi.
Heiðarlegast væri að Gunnar viki til hliðar, enda erfitt að sjá hvernig hann geti staðið málið af sér og setið lengur sem bæjarstjóri. Augljóst er að ekki er lengur meirihluti fyrir setu hans á valdastóli ef Framsókn setur fram afarkostina.
Nú reynir á hvort hægt sé að ljúka þessu máli með sóma eða láta það enda í allsherjar tragedíu fyrir alla sjálfstæðismenn í Kópavogi.
![]() |
Ræða næstu skref í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 09:05
Hví eru tillögurnar ekki kynntar strax sem heild?
Mér finnst það alveg forkastanleg vinnubrögð hjá þessari ríkisstjórn að ekki sé tilkynnt um niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir saman í einum pakka strax í stað þess að láta slumpa á einn og einn lið, annað hvort í yfirlýsingum eða augljósum lekum til að kanna viðbrögðin. Hvers vegna er ekki drifið bara í að segja hver staðan sé og hverjar aðgerðirnar eru - hver heildarpakkinn sé?
Í Fréttablaðinu í morgun er reyndar hulunni svipt af því að aðeins félagsmálaráðuneytið hafi klárað niðurskurðinn meðan hin ráðuneytin sum hver draga lappirnar og tafir eru á verklaginu. Voru annars ekki margir vinstrimenn sem óttuðust einmitt að Árni Páll Árnason yrði niðurskurðarráðherra velferðarmála í stað þess að vera ráðherra velferðarmála? Hann er örugglega ákveðnari til verka en Jóhanna var.
En burtséð frá því er óeðlilegt að þetta sé ekki komið fram, lekið út nokkrum liðum og svo beðið. Þetta er verklagið sem við erum að kynnast hjá þessari vinstristjórn.
Í Fréttablaðinu í morgun er reyndar hulunni svipt af því að aðeins félagsmálaráðuneytið hafi klárað niðurskurðinn meðan hin ráðuneytin sum hver draga lappirnar og tafir eru á verklaginu. Voru annars ekki margir vinstrimenn sem óttuðust einmitt að Árni Páll Árnason yrði niðurskurðarráðherra velferðarmála í stað þess að vera ráðherra velferðarmála? Hann er örugglega ákveðnari til verka en Jóhanna var.
En burtséð frá því er óeðlilegt að þetta sé ekki komið fram, lekið út nokkrum liðum og svo beðið. Þetta er verklagið sem við erum að kynnast hjá þessari vinstristjórn.
![]() |
Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2009 | 01:03
Bæjarstjóraskipti á Akureyri

Þriðji bæjarstjórinn hefur nú tekið við embætti á Akureyri á kjörtímabilinu. Í hrókeringum dagsins felast tímamót fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri sem hefur nú afsalað sér bæjarstjórastólnum eftir að hafa haft embættið samfellt í heil ellefu ár, allt frá því Kristján Þór Júlíusson var kjörinn bæjarstjóri 9. júní 1998. Í því felast miklar áskoranir fyrir flokkinn á kosningavetri engu að síður.
Ég spáði því í pistli strax og samið var milli flokkanna í júní 2006 um að Samfylkingin fengi síðasta árið að bæjarstjórarnir yrðu þrír og sú spá rættist. Margt hefur hinsvegar breyst hér frá kosningunum 2006 og eðlilega mörgum farið að iða í skinninu að hefja kosningabaráttu, innan flokka og almennt, með haustinu.
Hermann Jón Tómasson er ekki öfundsverður af verkefninu framundan, erfiðar ákvarðanir og niðurskurður blasir við. Þetta síðasta ár fyrir kosningar verður honum mun erfiðara, í ljósi efnahagshrunsins, en hann vonaðist eftir sumarið 2006 þegar hann handsalaði þennan díl við Kristján Þór Júlíusson.
Stærstu tíðindin við bæjarstjóraskiptin eru þó tvenn: Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, tekur ekki aðeins við formennsku í bæjarráði heldur verður líka forseti bæjarstjórnar og Kristján Þór Júlíusson gefur eftir þann stól en vill samt sem áður ekki gefa upp um hvort hann fari fram að vori.
Sigrún Björk treystir enn stöðu sína með því að taka forsetastólinn með formennsku bæjarráðs, þó þess séu fá dæmi að einn einstaklingur gegni tveimur svo krefjandi hlutverkum hjá sveitarfélögum. Þetta getur bæði talist styrkleikamerki fyrir hana en um leið veikleikamerki fyrir flokkinn, að ábyrgð sé ekki dreift nægilega milli bæjarfulltrúa.
Ég sagði í gamni við félaga minn fyrir nokkrum mánuðum að breytingarnar við bæjarstjóraskiptin væru harla litlar; einna helst að tvær manneskjur skiptu á skrifstofum í Ráðhúsi Akureyrarbæjar. Hallast að því. En engu að síður verður áhugavert að sjá hvernig nýjum bæjarstjóra gangi að fóta sig. Hann fær vindinn í fangið svo sannarlega.
Það tók Sigrúnu Björk rúmt ár að festa sig í sessi sem bæjarstjóra - hún náði fyrst alvöru valdastöðu og styrk eftir fjórtán til sextán mánuði í embættinu. Síðan hefur henni gengið vel og í raun fest sig í sessi sem leiðtoga flokksins, sem kemur vel í ljós með því að hún tekur báðar lykilstöður flokksins nú.
Sigrún Björk er annars í merkilegri stöðu. Hún verður að gefa bæjarstjórastól eftir ári fyrir kosningar, í samkomulagi sem annar aðili skrifaði undir, og sækja hann svo aftur í kosningum. Hún mun mæta einbeitt til leiks í vetur í baráttu við Hermann, enda ætlar að næla aftur í lyklana sem hún afhenti í dag.
En kannski verður það einmitt blessun fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri að fara í kosningar án bæjarstjórastólsins - gæti markað nýtt upphaf og sömu strauma og gerðu Sjálfstæðisflokkinn að sigurvegara kosninganna 1998. Sjáum til hvort Sigrún Björk takist að leiða það verkefni úr þessari stöðu.
![]() |
Akureyri komi sem best út úr öldudalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)