Mun Gunnar sitja áfram á bæjarstjórastóli?

Eins og staðan er í Kópavogi yrði ég ekki hissa á því að niðurstaða sjálfstæðismanna í Kópavogi yrði að standa og falla með leiðtoganum Gunnari Birgissyni. Hann færi í veikindaleyfi og myndi bíða og sjá til. Látið yrði reyna á stöðu hans síðar, hver vígstaðan sé í raun. Lögfræðiálit Lex gegn úrskurði Deloitte gefur til kynna að taka eigi baráttuna fyrir Gunnar.

Svo verður að ráðast hvort sjálfstæðismenn ná stuðningi við hann áfram á bæjarstjórastóli fram að næstu kosningum. Eitt hefur komið í ljós síðustu daga; samstaða næst ekki um annan bæjarfulltrúa í stólinn.

Er á hólminn kemur er erfitt að velja annan til verksins nema samstaðan sé algjör. Efast ekki um að Gunnar hefur fullan stuðning fulltrúaráðsins.

En þar ræðst framtíðin. Ekki verður hróflað við Gunnari eða valinn nýr leiðtogi nema fulltrúaráðið staðfesti þann gjörning.

mbl.is Sjálfstæðismenn enn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða næst ekki um eftirmann Gunnars

Orðrómur um að Gunnar Birgisson reyni að sitja áfram sem bæjarstjóri í Kópavogi gefur til kynna að samstaða hafi ekki náðst meðal bæjarfulltrúa um að einn þeirra taki við af Gunnari. Greinilegt er að baráttan milli Gunnsteins Sigurðssonar og Ármanns Kr. Ólafssonar hefur orðið það harðvítug og erfið að ekki sé hægt að velja á milli þeirra.

Miðað við úrslitakosti Framsóknarflokksins og afstöðu minnihlutans um að Gunnar víki er hættuspil hjá sjálfstæðismönnum að skipta ekki um bæjarstjóra þegar þeir hafa til þess tækifæri. Vandséð er hvernig Framsóknarflokkurinn geti bakkað úr þessari atburðarás og sætt sig við að Gunnar sitji áfram eftir stórar yfirlýsingar.

Boltinn er hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Auðveldasta niðurstaðan fyrir þá er að lýsa yfir stuðningi við Gunnar þar sem engin samstaða næst um annan en hann. En þá eiga þeir á hættu að dæma sig til minnihlutavistar og önnur framboð myndi meirihluta. Sjálfstæðismenn hljóta að geta landað þessu máli traust.

mbl.is Vilja ekki að Gunnar hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einum of langt gengið

Margt er sagt og gert í hita leiksins í íþróttum. Þetta atvik á KR-vellinum er til skammar og ljótt fyrir sportið. Mikilvægt er að menn hagi sér almennilega og kunni að taka ósigri, ráðist ekki að sigurvegurunum. Vissulega er sumum erfitt að taka ósigri, en í ósigri kemur hið sanna eðli hvers einstaklings fram og hvernig hann vinnur undir álagi.

mbl.is Flösku grýtt í KR-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband