Gunnsteinn bæjarstjóri - góð niðurstaða í Kópavogi

Mér finnst það traust niðurstaða fyrir Kópavogsbæ að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn haldi áfram meirihlutasamstarfi sínu, án Gunnars Birgissonar, og hafi samið um næstu skref og Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri, taki við sem bæjarstjóri. Aðeins ellefu mánuðir eru til kosninga og eðlilegt að flokkarnir klári kjörtímabilið og sjái svo til að því liðnu. Eðlilegt er að flokksmenn taki af skarið með framtíð þeirra stjórnmálamanna sem deilt sé um og varðandi samstarfið á kjördegi eftir innan við ár.

Með nýjum bæjarstjóra tekst að losna við þau leiðindi sem hafa staðið. Mjög hefur verið sótt að Gunnari Birgissyni. Hvort það er óverðskuldað eður ei verður að ráðast síðar. Fara þarf fram full rannsókn á þeim atriðum sem deilt er um og taka svo ákvörðun um hvort Gunnar Birgisson eigi afturkvæmt til starfa í bæjarstjórn eða verði endurkjörinn leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Þá ákvörðun taka flokksmenn í bænum í prófkjöri vilji Gunnar endurnýjað umboð.

Meðan deilt er um þau atriði er eðlilegt að flokkarnir klári kjörtímabilið og reyni að standa sig í þeim verkum sem þeir sömdu um. Flokkarnir hafa átt farsælt samstarf í tvo áratugi og eðlilegt að það verði kjósendur sem taki ákvörðun um framtíð þess eftir kjörtímabilið.

Hitt er ljóst að meirihlutinn hefur veikst í sessi og þó það haldi gæti verið að innanmeinin séu banamein þess þó það hökti til kosninga. Nú verður að láta reyna á hvort það haldi í ellefu mánuði. Mjög stutt er í að prófkjör fari fram og kosningar verða bráðlega.

Eðlilegt er að kjósendur og almennir flokksmenn taki ákvörðun um framtíð þeirra sem deilt er um og varðandi þennan meirihluta. Eftir nítján ára starf er eðlilegt að reynt sé að klára verkið og kjósendur felli að því loknu dóm um þá flokka sem starfað hafa saman.


mbl.is Samstarfið heldur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör vitfirring - mikilvægt atriði vantar í fréttina

Eðlilegt er að velta fyrir sér hverskonar vitfirring ráði för þegar maður veldur slíku tjóni í Skógarhlíð. Þarna hlýtur meira en lítið tilefni að hafa ráðið för. Þetta er gert að yfirlögðu ráði og hefur greinilega verið vel skipulagt. Enda augljóst.

Moggafréttin segir þó bara hálfa söguna, enda kemur fram í frétt á vísir.is að maðurinn hafi hringt í fréttastofuna og sagt hvað hann ætlaði að gera og verið með hótanir. Mjög alvarlegt mál. Hvað gerði sá sem fékk þá hringingu?

Mikilvægt að fá svar við því. Hafði hann samband við lögregluna? Ef ekki, var ástæða til að telja samtalið grín eða að það væri tilraun til að blekkja fréttastofu?

En hvert er tilefnið? Hvað kallaði fram aðra eins vitfirringu og yfirlagða aðför að slökkviliðinu?


Viðbót
Hafsteinn Gunnar Hauksson, blaðamaðurinn sem vann fréttina og talaði við manninn, hafði samband við mig og benti mér á hið mikilvæga atriði að hann hafði samband við neyðarlínu eftir að tala við manninn og bent þeim á stöðu mála. Mikilvægt að benda á það í samhengi við þessa bloggfærslu. Þakka Hafsteini fyrir að hafa samband.

mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband