Ragnheiði Elínu Clausen hent út af facebook

Ég ætlaði varla að trúa því þegar ég heyrði að Ragnheiði Elínu Clausen, hinni indælu og notalegu sjónvarpsþulu til fjölda ára, hefði verið hent út af facebook, væntanlega vegna þess að hún hefði verið klöguð eða tekin atlaga gegn henni með einhverjum hætti. Eðlilegt er að spyrja sig hvort hver sem er geti hent öðrum einstakling út af facebook með samþykki yfirstjórnar síðunnar án þess að hafa nokkuð af sér gert.

Ragnheiður Elín hefur verið facebook vinur minn mjög lengi. Hún hefur þar tjáð sig um stöðuna í samfélaginu, verið með myndir úr sínu lífi og gert allt það sem við teljum eðlilegt að gera að öðru leyti á opnum samfélagsvef í samskiptum við vini eða kunningja. Meðferðin á henni er því frekar dapurleg og vonandi að hún fái sín persónulegu gögn til baka og auðvitað helst síðuna sína opnaða aftur.

Lokakaflinn í brotlendingu Hannesar

Svolítið sérstakt er að fylgjast með lokakaflanum í falli athafnamannsins Hannesar Smárasonar, sem eins og FL Group flaug hátt en brotlenti með sorglegum tilþrifum. Ekki fögur slóð sem þessi maður skilur eftir sig, maðurinn sem svo margir vildu líkjast á tímabili og báru virðingu fyrir. Ekki aðeins nógu mikið til að gera hann að viðskiptamanni Íslands og einhverri fyrirmynd í endalokum útrásarinnar innistæðulausu heldur til að búa til frægasta frasa í skaupi árum saman. Hversu oft var annars spurt í skaupinu 2006 af hverju væri ekki hægt að vera eins og Hannes?

Þessi svikamylla er að verða öllum endanlega opinber. Frægt var þó þegar þjóðþekktur maður nefndi FL Group sem FL Enron á sínum tíma. Myndböndin á YouTube um FL Group fyrir hrunið opnuðu endanlega hina ógeðfelldu sýn á veruleikafirringuna og sukkið sem viðgekkst á vakt þessa manns hjá fyrirtækinu. Vissulega var mjög ömurlegt að fylgjast með því hvernig farið var með FL Group í stjórnartíð Hannesar Smárasonar. Þetta er ljót og óhugguleg saga, sagan öll jafnvel enn verri.

Ég fæ ekki betur séð en það sé verðugt verkefni að fara yfir sögu þessa fyrirtækis og hvernig þar var unnið undir þeirri leiðsögn sem er að fá áfellisdóminn mikla nú. Held samt að þetta komi engum að óvörum. Undarlegast af öllu er að maðurinn standi eftir í rústunum og reyni að neita því hvernig unnið var og afneiti vinnubrögðunum. Allir aðrir vita hið sanna í málinu.

mbl.is Hannes segist ekki hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband