Áfellisdómur yfir Gunnari - afsögn eina leiðin

Greinargerð Deloitte um viðskipti Frjálsar miðlunar við Kópavogsbæ er algjör áfellisdómur yfir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, og vekur spurningar um lögbrot. Get ekki séð hvernig aðrir geti tekið ábyrgð á þessu verklagi eða varið það. Þessi úrskurður er afgerandi.

Gunnar á nú að víkja til hliðar og hugsa þar um hagsmuni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Kópavogsbæjar. Ekki er valkostur að mínu mati að bjóða fólki upp á ástand af þessu tagi og efasemdir um heiðarleika þeirra sem eru við völd.


mbl.is Hugsanleg brot á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfskaparvíti Steingríms - hræsni vinstri grænna

Á mettíma er Steingrímur J. Sigfússon orðinn meiri pólitískur vindhani en Össur Skarphéðinsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Afrek það. Hálfgerð tragedía að fylgjast með honum éta upp allt sem hann hefur sagt síðustu mánuði og virða að vettugi pólitíska siðferðið sem hann hefur verið svo ötull talsmaður fyrir. Innistæðan fyrir siðferðinu og gegnsæinu er frekar lítil þegar á reynir.

Steingrímur J. er orðinn annar maður en hann var fyrir nokkrum mánuðum. Halldór rissar þetta flott í Mogganum í dag með Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Ekki fjarri lagi. Hann hljómar orðið eins og gísl sem les upp skrifaðan texta af blaði algjörlega án tilfinninga og er hálf afsakandi við að verja það sem hann gerir og kennir öðrum um. Hálf vandræðalegt. Er þetta breytingin sem kosin var í vor?

Þetta er hálfgerð froða. Er ekki í vafa um að margir eru frekar vonsviknir, einkum þeir sem treystu honum fyrir atkvæðinu í vor. Ein mesta hræsnin er reyndar afhjúpuð með því að leggjast gegn því að Icesave-díll BarnalánsSvavars fari í þjóðaratkvæði. Var þetta ekki flokkurinn sem vildi meira beinna lýðræði og virkja þjóðaratkvæðið?


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband