Áfellisdómur yfir Gunnari - afsögn eina leiðin

Greinargerð Deloitte um viðskipti Frjálsar miðlunar við Kópavogsbæ er algjör áfellisdómur yfir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, og vekur spurningar um lögbrot. Get ekki séð hvernig aðrir geti tekið ábyrgð á þessu verklagi eða varið það. Þessi úrskurður er afgerandi.

Gunnar á nú að víkja til hliðar og hugsa þar um hagsmuni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Kópavogsbæjar. Ekki er valkostur að mínu mati að bjóða fólki upp á ástand af þessu tagi og efasemdir um heiðarleika þeirra sem eru við völd.


mbl.is Hugsanleg brot á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Bjartsýnn ertu, minni þig á að hann er bæjarstjóri í Kópavogi sem er á Íslandi. Á Íslandi er ekki til siðs að menn segi af sér, því miður.

Þóra Guðmundsdóttir, 9.6.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála Stefán!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Líklegt Stefán, mjöög líklegt.....hann á svo mikinn skít til að dreifa þessi kall að það verður erfitt að snerta hann, það er að segja af þínum ástlæra heiðblá Sjálfstæðisflokki.

Efasemdir um heiðarleika? Þau vissu þetta öll, annað getur ekki verið, og það veldur nú aðeins meira en efasemdum minn kæri.

Einhver Ágúst, 9.6.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hýjenur allra flokka renna nú í mögulega blóðslóð Gunnars Birgissonar. Endurskoðendur eru ekki dómarar um "hugsanleg lögbrot" og heldur ekki úrskurðaraðilar. Dómstólar annast slíkt. Verst er þegar hans eigin flokksmenn gleðjast og slást í för með úlfagengi andstæðinganna.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 20:05

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Í þetta sinn ætla ég að leyfa mér Stefán að vera algjörlega ósmmála þér.

Óðinn Þórisson, 9.6.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin

Ágúst: Ég gef mér aldrei fyrirfram að fólk sé óheiðarlegt. Vildi bíða eftir greinargerðinni og hvað þar kæmi fram. Þetta er óeðlilegt og ég vil taka alveg hreint út um hvað þarf að gerast. Langbest að tala mannamál. Ekkert annað í boði.

Gústaf: Þetta er erfið staða og augljóst að Framsóknarflokkurinn mun gera að kröfu að Gunnar fari. Þeir fara ekki inn í kosningaveturinn með þetta mál á bakinu, enda eru þessi viðskipti óeðlileg einkum og sér í lagi vegna þess að sum verkin hafa aldrei verið kláruð og eru ónothæf. Afmælisritið er eins og óklárað mósaíkverk.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki láta hagsmuni eins manns dæma sig í stjórnarandstöðu. Ég hef margoft hrósað Gunnari fyrir verk sín. Hann hefur gert margt gott. Kópavogur í valdatíð hans og Sigurðar Geirdal er bær tækifæranna. En þetta er mál sem er óverjandi. Það er bara þannig.

Ég óttast mest af öllu að þetta endi með því að Sjálfstæðisflokkurinn lendi einn í minnihluta vegna þess að verið sé að passa upp á einn mann.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.6.2009 kl. 22:09

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Grunnregla réttarríkisins er sáraeinföld: Menn eru saklausir þar til sekt sannast. Vel kann það að vera að einhverjar gjörðir Gunnars Birgisssonar orki tvímælis, en sóknin að honum er pólitísk og rógstungan lafir úr hverjum kjafti; margir eru reiðubúnir til að trúa öllu því versta, sé vont í boði. Ég hef skömm á pólitík af slíku tagi. Sumir nærast á því að líta ávallt til hins versta, en horfa aldrei til hins besta, sem menn gera, eða hafa gert.

Sannleikurinn er sá að enginn stjórnmálamaður í samanlagðri sögu Kópavogs kemst með tærnar það sem Gunnar hefur hælana, en margir reyna þó að bíta í þá.

Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 22:23

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán hvaða brot í starfi eru það sem þú telur að Gunnar hafi framið sem kalli á afsögn?

Sigurður Þorsteinsson, 9.6.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Fari semsagt sömu leið og í landspólitíkinni?

Já mikið er þetta skrítið allt samann.

Og því miður gleðst ég ekki hætishót ef fer svo að minn grunur reynist réttur gangvart þessum manni, ég er nú ekki meiri hýena en það. Meira þykir mér þetta mál allt og fleiri slík sorgleg því almennt ætla ég ekki kjósendum sjálfstæðisflokksins að vera neitt vont fólk eða heimskt, þó ég sé þeim fáum sammála, nema tja, Stefáni í þetta skiptið....það er framför hjá okkur báðum held ég. Þetta er nefnilega partur af þeirri siðferðilegur endurreisn sem við þurfum að fara í gegnum, hætta með loðinn viðskipti, skattsvik og frændhygli. Og það gildir einu hvort menn eru Samfylkingarmenn eða Sjálfstæðismenn, ég nenni nú ekki að minnast á framsókn, Sigmundur sér um að ganga frá henni án minnar hjálpar, æsingamaður og loddari sem hann er.

En ekki þykir mér nú sérstaklega smekklegt að vera kallaður blóðhungruð hýena. En ég þoli það alveg, skil að mönnum sárni.

En einsog Þóra bendir á, þá segja menn ekkert af sér hér.....

Einhver Ágúst, 10.6.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband