Lukkuriðill fyrir KSÍ - spennandi leikir

Deila má um hvort íslenska karlalandsliðið sé heppið með riðilinn sinn í undankeppni EM 2012, en þetta er lukkudráttur fyrir Knattspyrnusamband Íslands peningalega. Það verður eflaust sneisafullt á Laugardalsvelli þegar íslenska liðið mætir því portúgalska og fær Ronaldo, einn vinsælasta knattspyrnumann heims í heimsókn.

Ekki amalegt fyrir íslenska knattspyrnumenn að fá Ronaldo, Riise, Agger og Deco í heimsókn í undankeppninni. Okkur hefur aldrei tekist að vinna Dani í landsleik og kominn tími til. Þetta verður spennandi og KSÍ getur vel við unað peningalega með þennan pakka.

mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur sigur hjá Heru Björk í Eurovision

Sigur Heru Bjarkar í Eurovision er fjarri því óvæntur. Lagið hafði allan pakkann sem hæfir Eurovision og er standard Júrópopp... traust blanda með reyndri söngkonu sem þarf ekki mikið fyrir þessu að hafa. Söngkona sem ber lagið traust og vel, enda öryggið uppmálað og er sviðsvön.

Þetta er blanda sem gæti gengið vel. Höfundurinn hefur farið út áður og söngkonan verið í íslenska hópnum í keppninni áður, en nú sem aðalrödd, og hennar tími sem slíkur kominn og gott betur en það.

mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband