Egill Helgason sækir um stöðu dagskrárstjóra

Mér finnst merkilega lítið fjallað um þá staðreynd að sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, umsjónarmaður Silfur Egils og Kiljunnar, er einn 37 umsækjenda um stöðu dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Nafnið Egill Óskar Helgason er líka ekki beint að öskra eftir athygli, nema þegar vel er að gáð, enda notar Egill miðnafnið sitt ekki.

Umsókn Egils ætti að vekja mun meiri athygli, enda einn af mest áberandi fjölmiðlamönnum landsins, bæði í sjónvarpinu og á netinu, en skrif hans vekja jafnan mikla athygli og hafa skrif hans og þættir verið umdeildir en notið mikilla vinsælda.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort yfirstjórnin á RÚV velji Egil til að stýra dagskrárdeildinni. Umsækjendahópurinn er reyndar úr öllum áttum og þar sækja miklir reynsluboltar úr fjölmiðlum um.

En nafn Egils vekur þar óneitanlega mesta athygli, þó lítið sé um það fjallað, merkilegt nokk. Enda kannast ekki allir við Egil Óskar Helgason. :)

mbl.is 37 sóttu um starf dagskrárstjóra RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr kjaftagangur hjá Steingrími J.

Ansi er það nú ódýr kjaftagangur hjá Steingrími J. að ráðast að fulltrúum atvinnulífsins þegar þeir benda á hina augljósu staðreynd að vinstristjórnin er handónýt. Hún hefur litlu komið í verk, er lánlaus og ráðalaus - eyðir mestum tíma sínum í innbyrðis hjaðningavíg og stólaleiki í stað þess að koma hjólunum af stað.

Allir sjá að VG er rjúkandi rúst, þar er baráttan um stólana hafin og verður greinilega ekkert áhlaupsverkefni að koma Ögmundi, manninum sem er með puttann á on/off-takkanum á öndunarvélinni, fyrir aftur í stjórninni. Allt annað í landinu er á einu risastóru stoppi meðan VG fuðrar upp.

Þetta er raunalegt. Þetta lið ætti að skammast sín og koma sér að verki, það hefur þegar spanderað heilu ári í ESB og Icesave-klúður sitt!

mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband