Egill Helgason sækir um stöðu dagskrárstjóra

Mér finnst merkilega lítið fjallað um þá staðreynd að sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, umsjónarmaður Silfur Egils og Kiljunnar, er einn 37 umsækjenda um stöðu dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Nafnið Egill Óskar Helgason er líka ekki beint að öskra eftir athygli, nema þegar vel er að gáð, enda notar Egill miðnafnið sitt ekki.

Umsókn Egils ætti að vekja mun meiri athygli, enda einn af mest áberandi fjölmiðlamönnum landsins, bæði í sjónvarpinu og á netinu, en skrif hans vekja jafnan mikla athygli og hafa skrif hans og þættir verið umdeildir en notið mikilla vinsælda.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort yfirstjórnin á RÚV velji Egil til að stýra dagskrárdeildinni. Umsækjendahópurinn er reyndar úr öllum áttum og þar sækja miklir reynsluboltar úr fjölmiðlum um.

En nafn Egils vekur þar óneitanlega mesta athygli, þó lítið sé um það fjallað, merkilegt nokk. Enda kannast ekki allir við Egil Óskar Helgason. :)

mbl.is 37 sóttu um starf dagskrárstjóra RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband