Mun Árni Páll verða eftirmaður Jóhönnu?

Baráttan er hafin af fullum krafti um hver verði eftirmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, sem augljóslega er á útleið úr stjórnmálum - enda ekki valdið embætti forsætisráðherra. Árni Páll Árnason ætlar greinilega að festa sig í sessi í þeirri baráttu með nýjasta útspili sínu, sem bætist í hópinn með mörgum ódýrum trixum í ráðherratíð hans, sem hafa litlu skilað og slegið lítið sem ekkert á óánægju almennings.

Samfylkingin hefur verið leiðtogalaus mánuðum saman. Jóhanna hefur ekki karakterinn og styrkinn sem þarf í embætti forsætisráðherra, verið ósýnileg og ekki náð að vera sá leiðtogi sem þjóðin þarf á þessum örlagatímum, þegar tala þarf kjark og kraft í íslensku þjóðina. Árni Páll, sem sló við Lúðvík Geirssyni í Kraganum, hefur verið á uppleið innan flokksins en frekar dalað að undanförnu.

Nú er hann greinilega að byrja slaginn og ætlar að reyna að festa sig í sessi í flokkskjarnanum, sem eins og þjóðin þarf mjög á leiðtoga að halda, eftir því sem líður að endalokum stjórnmálaferils Jóhönnu og þegar límið í þessari lánlausu vinstristjórn gefur æ meira eftir.

mbl.is Saka Árna Pál um ódýrt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband