Ólafur Ragnar sigurvegari - stjórnarparið niðurlægt

Enginn vafi leikur á því að Ólafur Ragnar Grímsson er sigurvegari þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hann talar nú sá sem valdið hefur, enda tók hann rétta afstöðu með því að hlusta á þjóðina og uppsker eftir því. Stjórnarparið var niðurlægt af þjóðinni, kjörsóknin er mjög góð og það getur enginn efast um að þjóðin hefur talað mjög afgerandi í þessari kosningu.

Jóhanna og Steingrímur eru algjörlega úr tengslum við þjóðina þegar halda áfram að gera lítið úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau ættu að sjá sóma sinn í að skammast sín fyrir dugleysi sitt og viðurkenna pólitísk afglöp með Icesave-samningunum afleitu sem þau bera fulla ábyrgð á. Þjóðin hefur fellt afgerandi dóm yfir þeirri hrákasmíð og verkstjórn þeirra.

Forsetinn hefur styrkt mjög stöðu sína og minnir á hlutverk sitt. Hann tryggði þjóðaratkvæðagreiðsluna og talar nú við heimsbyggðina sem sá er valdið hefur á Íslandi. Enda eru það stóru tíðindin síðustu vikurnar að forsetinn hefur tekið völdin af máttlausri ríkisstjórn sem hefur ekki stuðning meirihluta kjósenda lengur.

mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð gagnrýni forsetans á Norðurlöndin

Ólafur Ragnar Grímsson gerir rétt með því að gagnrýna Norðurlöndin. Algjör óþarfi er að dekstra Norðurlöndin eftir að þau tóku þátt í aðförinni að Íslandi, studdu ekki Ísland þegar á reyndi. Tímabært er að íslenskir stjórnmálamenn tali hreint út um gildi norræns samstarfs og hvort það sé einhvers virði eftir að Norðurlöndin horfðu þegjandi og hljóðalaust á aðförina að Ísland eftir efnahagshrunið.

Algjör óþarfi er að Ísland láti þegjandi og hljóðalaust yfir sig ganga endalaust og eigi svo að mæta brosandi og þegjandi á fundi með norrænum starfsbræðrum sem hafa ekkert fyrir okkur gert og verið með haltu kjafti mola uppí sér mánuðum saman.

mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband