Ólafur Ragnar sigurvegari - stjórnarparið niðurlægt

Enginn vafi leikur á því að Ólafur Ragnar Grímsson er sigurvegari þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hann talar nú sá sem valdið hefur, enda tók hann rétta afstöðu með því að hlusta á þjóðina og uppsker eftir því. Stjórnarparið var niðurlægt af þjóðinni, kjörsóknin er mjög góð og það getur enginn efast um að þjóðin hefur talað mjög afgerandi í þessari kosningu.

Jóhanna og Steingrímur eru algjörlega úr tengslum við þjóðina þegar halda áfram að gera lítið úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau ættu að sjá sóma sinn í að skammast sín fyrir dugleysi sitt og viðurkenna pólitísk afglöp með Icesave-samningunum afleitu sem þau bera fulla ábyrgð á. Þjóðin hefur fellt afgerandi dóm yfir þeirri hrákasmíð og verkstjórn þeirra.

Forsetinn hefur styrkt mjög stöðu sína og minnir á hlutverk sitt. Hann tryggði þjóðaratkvæðagreiðsluna og talar nú við heimsbyggðina sem sá er valdið hefur á Íslandi. Enda eru það stóru tíðindin síðustu vikurnar að forsetinn hefur tekið völdin af máttlausri ríkisstjórn sem hefur ekki stuðning meirihluta kjósenda lengur.

mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband