L-listinn tekur við völdum á Akureyri

Listi fólksins hefur nú tekið við völdum í bæjarstjórn Akureyrar - fyrst stjórnmálaafla til að ná hreinum meirihluta hér á Akureyri frá því að kosningakerfið í núverandi mynd var tekið upp árið 1930. Mikil ábyrgð fylgir því að sitja í hreinum meirihluta og ráða algjörlega för. Sumar gjafir geta nefnilega orðið hefndargjafir. Ég vil samt óska Oddi Helga og hans fólki hjá Lista fólksins til hamingju með árangurinn í kosningum og þessar miklu breytingar sem verða í bæjarmálunum.

Fáum hefði órað fyrir því þegar Oddur klauf Framsóknarflokkinn fyrir tólf árum og batt í raun enda á lykilstöðu hans í bæjarmálunum að hann ætti eftir að vinna svo glæsilegan sigur og verða aðalmaðurinn í bæjarmálunum. Sá sigur er til kominn bæði vegna þess að L-listinn hafði engar tengingar við landsmálin og hafði breiðari skírskotun auk þess að hinir hefðbundnu fjórflokkar áttu allir í miklum innri erfiðleikum.

Þeir eru nú algjört blæðandi sár. Mikið uppbyggingarstarf blasir við okkur í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Aldrei fyrr hefur oddviti D-listans setið einn í bæjarstjórn án þess að hafa fólk þar með sér af listanum. Eftir tólf ára lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er hann nú valdalaus og þarf að fara í mikla grasrótarvinnu á næstu árum. Það er mikil ögrun - mikið verkefni.

Á meðan Listi fólksins fer eitt með völdin er mikilvægt að Bæjarlistinn og hinn lamaði fjórflokkur standi í lappirnar og veiti aðhald, séu öflugir og samhentir í stjórnarandstöðu. Það er verkefnið framundan fyrir þá, auk þess sem allir eiga þeir erfiða vinnu framundan að byggja sig upp.

mbl.is Geir forseti bæjarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tár, bros og brúnka á Alþingi

Súrrealískt hefur verið að fylgjast með þingstörfum. Oftar en ekki minnir þjóðþingið á sandkassa þar sem tækifærismennskan er algjör. Óbreyttir þingmenn gráta yfir óbreyttu verklagi, einkum þingmenn vinstri grænna sem hafa verið beittir kúgun og yfirgangi í takt við það sem áður þekktist þar sem yfirgangur stjórnarparsins er algjör. Stjórnarparið brosir yfir því að fá loksins að ráða og eru eins og sól í heiði, þó ríkisstjórnin þeirra sé þó algjörlega máttlaus og ráði ekkert við vandann.

Sumir eru svo í limbói - ráða talsverðu sem ráðherrar en eru í gíslingu. Gott dæmi er Jón Bjarnason, sem hefur algjörlega verið lokaður í búri og niðurlægður. Enda er hann ekki kallaður stjórnarandstæðingurinn í ráðherrabílnum fyrir ekki neitt. Forsætisráðherrann hefur ekki stýrt málum vel og hefur niðurlægt samstarfsmenn sína með háðsglósum á borð við kattasmölun í samstarfsflokknum, sem var mjög smábarnalegt og klaufalegt klúður.

Svo er rifist um brúnku eins ráðherrans.... er ekki hægt að lyfta þessu upp á hærra plan. Þjóðin mun ekki hafa þolinmæði fyrir smábarnastælunum á þingi miklu lengur.


mbl.is Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband