Tár, bros og brúnka á Alþingi

Súrrealískt hefur verið að fylgjast með þingstörfum. Oftar en ekki minnir þjóðþingið á sandkassa þar sem tækifærismennskan er algjör. Óbreyttir þingmenn gráta yfir óbreyttu verklagi, einkum þingmenn vinstri grænna sem hafa verið beittir kúgun og yfirgangi í takt við það sem áður þekktist þar sem yfirgangur stjórnarparsins er algjör. Stjórnarparið brosir yfir því að fá loksins að ráða og eru eins og sól í heiði, þó ríkisstjórnin þeirra sé þó algjörlega máttlaus og ráði ekkert við vandann.

Sumir eru svo í limbói - ráða talsverðu sem ráðherrar en eru í gíslingu. Gott dæmi er Jón Bjarnason, sem hefur algjörlega verið lokaður í búri og niðurlægður. Enda er hann ekki kallaður stjórnarandstæðingurinn í ráðherrabílnum fyrir ekki neitt. Forsætisráðherrann hefur ekki stýrt málum vel og hefur niðurlægt samstarfsmenn sína með háðsglósum á borð við kattasmölun í samstarfsflokknum, sem var mjög smábarnalegt og klaufalegt klúður.

Svo er rifist um brúnku eins ráðherrans.... er ekki hægt að lyfta þessu upp á hærra plan. Þjóðin mun ekki hafa þolinmæði fyrir smábarnastælunum á þingi miklu lengur.


mbl.is Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband