Föðurtún

Kaldur dagur. Dauðsfall í fjölskyldunni. Enn fækkar þeim sem eftir standa. Ekki mörg orð hægt að segja. Leita til Davíðs frá Fagraskógi til að segja það sem er í huga mér.

En er ég kom sem barn til byggða heim,
þá barst mér það til eyrna fyrr en varði,
að horfinn væri úr hópnum einn af þeim,
sem hjartað þráði mest í föðurgarði.
Og alltaf falla fleiri mér kærir í þann val,
og fram hjá streyma ár, og dagar hverfa,
og gömlum bæjum fækkar fram í dal,
en fremstu nafir holskeflunnar sverfa.

Ef finn ég anga föðurtúnin græn,
þá fagnar vori hjartans dýpsti strengur.
En það skal vera þökk mín öll og bæn,
og þó ég deyi, skal hann óma lengur.
Þá birtist mér í heiðri himinlind
öll horfin fegurð, er ég man og sakna.
Er geisladýrðin gyllir fjöll og tind,
skal gleði mín í fólksins hjörtum vakna.

Því get ég kvatt mín gömlu föðurtún
án geigs og trega, þegar yfir lýkur,
að hugur leitar hærra fjallsins brún,
og heitur blærinn vanga mína strýkur.
Í lofti blika ljóssins helgu vé
og lýsa mér og vinum mínum öllum.
Um himindjúpin horfi ég og sé,
að hillir uppi land með hvítum fjöllum.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Föðurtún)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Samhryggist þér, bloggvinur - mundu að best er að reyna að minnast og fagna þeim tíma sem gafst með þeim sem horfnir eru, í stað þess að harma þann tíma sem ekki mun gefast.

Jón Agnar Ólason, 10.1.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég samhryggist þér og þínum.

Björg K. Sigurðardóttir, 10.1.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kærar þakkir fyrir þessi skrif.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.1.2007 kl. 10:40

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Samhryggist.  Langt síðan ég las Föðurtún Davíðs.  Það var notalegt.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.1.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband