Karl Th. spįir žvķ aš forsetinn synji lögunum

Allir bķša žess aš forsetinn taki af skariš meš Icesave um hįdegisbiliš. Sį įšan aš Karl Th. Birgisson, fyrrum framkvęmdastjóri Samfylkingarinnar, spįir žvķ aš forsetinn synji lögunum stašfestingar. Ķ merkilegri grein į Heršubreiš hvetur hann til žess aš vinstristjórnin andi meš nefinu synji forsetinn lögunum og virkji žjóšaratkvęšagreišsluformiš ķ staš žess aš segja af sér.

Žetta er sumpart spuni hvaš Samfylkingin muni segja og gera fari allt į versta veg fyrir žį, enda mįliš veriš žeirra lykilatriši eftir aš žeir komu ESB ķ gegnum žingiš ķ sumar. Svo veršur aš rįšast hvort stjórnin standi af sér synjun eša hvort eitthvaš pólitķskt kapķtal sé eftir ķ įtök - barįttan um Icesave veršur ekki aušveld fyrir veikburša rķkisstjórn.

Ętla aš lįta žaš alveg vera aš spį fyrir um, žó mér finnist sennilegra aš hann synji eftir žessa löngu biš. En Ólafur Ragnar er óśtreiknanlegur - žaš vitum viš öll eftir įratuga plott hans ķ ķslenskum žjóšmįlum.

Sumir tala um aš hann segi kannski af sér. Finnst žaš hępiš aš hann taki ekki afstöšu til laganna. Finnst žaš ekki alveg ķ hans takti. Hann ętlar aš nota žetta til aš vekja į sér athygli og reyna aš snśa vörn ķ sókn.

Svo veršur aš rįšast hvort hann hugsar um žjóšina eša stjórnmįlamenn. Erfitt aš spį. Held aš hann hugsi fyrst og fremst um sjįlfan sig. Hvar hann telur sjįlfan sig passa ķ žį valkosti skal ósagt lįtiš.

Forseti sem stendur frammi fyrir žessu vali getur veriš hetja ķ dag, skśrkur ķ kvöld og sambland af bįšu žegar frį lķšur. Góšur kostur ķ dag getur veriš afleitur žegar į reynir.

mbl.is Ekki lengur spurning um hvenęr heldur hvort
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband