Karl Th. spáir því að forsetinn synji lögunum

Allir bíða þess að forsetinn taki af skarið með Icesave um hádegisbilið. Sá áðan að Karl Th. Birgisson, fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, spáir því að forsetinn synji lögunum staðfestingar. Í merkilegri grein á Herðubreið hvetur hann til þess að vinstristjórnin andi með nefinu synji forsetinn lögunum og virkji þjóðaratkvæðagreiðsluformið í stað þess að segja af sér.

Þetta er sumpart spuni hvað Samfylkingin muni segja og gera fari allt á versta veg fyrir þá, enda málið verið þeirra lykilatriði eftir að þeir komu ESB í gegnum þingið í sumar. Svo verður að ráðast hvort stjórnin standi af sér synjun eða hvort eitthvað pólitískt kapítal sé eftir í átök - baráttan um Icesave verður ekki auðveld fyrir veikburða ríkisstjórn.

Ætla að láta það alveg vera að spá fyrir um, þó mér finnist sennilegra að hann synji eftir þessa löngu bið. En Ólafur Ragnar er óútreiknanlegur - það vitum við öll eftir áratuga plott hans í íslenskum þjóðmálum.

Sumir tala um að hann segi kannski af sér. Finnst það hæpið að hann taki ekki afstöðu til laganna. Finnst það ekki alveg í hans takti. Hann ætlar að nota þetta til að vekja á sér athygli og reyna að snúa vörn í sókn.

Svo verður að ráðast hvort hann hugsar um þjóðina eða stjórnmálamenn. Erfitt að spá. Held að hann hugsi fyrst og fremst um sjálfan sig. Hvar hann telur sjálfan sig passa í þá valkosti skal ósagt látið.

Forseti sem stendur frammi fyrir þessu vali getur verið hetja í dag, skúrkur í kvöld og sambland af báðu þegar frá líður. Góður kostur í dag getur verið afleitur þegar á reynir.

mbl.is Ekki lengur spurning um hvenær heldur hvort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband