Back to the Future

Back to the future Ég féll heldur betur í freistni milli jóla og nýárs. Ég keypti mér Back to the future-safnið (allar myndirnar + dassa af miklu aukaefni) og naut þess þá og fram yfir áramótin. Virkilega flottur pakki. Ég er náttúrulega einn þeirra sem ólst upp með þessum myndum og sá þá fyrstu í bíó árið 1985. Dúndurmynd þá og er það að svo mörgu leyti enn. Hafði ekki fyrr eignast þá á diski, en myndirnar voru eiginlega orðnar rykfallnar inni í skáp á spólum.

Ég fann semsagt hjá mér þörf að kaupa safnið og rifja myndirnar upp. Það var alveg gríðarlega nostalgíuleg upplifun að mörgu leyti. Ég var t.d. að sjá aðra myndina í flokknum í fyrsta skiptið í heilan áratug. Skemmtilegast fannst mér að upplifa þriðju myndina aftur, en hún var enn betri en mig minnti. Sú fyrsta er þó þeirra allra best og eldist best. Í raun má segja að pakkinn allur hafi elst furðanlega vel og standist tímans tönn með sóma. Þó verð ég að viðurkenna að framtíðarsýn annarrar myndarinnar á árið 2015 lítur furðulega út með árið handan við hornið.

Ég hef alltaf verið hrifinn af ævintýramyndum með vott af raunveruleika. Þó fíla ég Star Wars-safnið mjög vel og hafði gaman af að upplifa það aftur á DVD fyrir nokkrum árum. Sama var með Indiana Jones. Allt eru þetta myndir sem eru klassíker, hver á sinn hátt vissulega. Back to the future er svona hluti af eighties-fílingnum finnst mér. Ég datt alveg um leið inn í gamla tíma er ég sá fyrstu myndina rétt fyrir áramótin og á nýársdag var gaman að gleyma skaupinu og njóta myndar tvö, sem er skemmtilega flippuð. Þriðja myndin er klassíker ástarsaga, hugljúf og yndisleg. Allt eðalmyndir.

Það var gaman að rifja þær upp. Maður er ekki kvikmyndafikill fyrir ekki neitt sko.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband