Glæsilegur sigur hjá strákunum okkar

Strákarnir okkar í handboltanum komu sterkir til baka í kvöld og skelltu Dönunum með glans. Eftir vonbrigðin miklu, þegar þeir misstu þriggja marka forskot úr höndunum á 45 sekúndum, minntu þeir okkur á silfurliðið í Kína 2008. Loksins small allt hjá þeim og þeir kláruðu Danina traust og flott.

Maður leiksins var án vafa Björgvin Páll, sem hefur algjörlega brillerað á þessu móti og staðið sig með miklum sóma. Svo er gaman að sjá Aron Pálmarsson blómstra í liðinu í þessum leik, klárlega ein skærasta framtíðarstjarna íslenska handboltans.


mbl.is Dönum skellt í Linz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband