Glæsilegur sigur Guðmundar Baldvins

Framsóknarmenn hér á Akureyri völdu rétt með því að kjósa Guðmund Baldvin Guðmundsson sem leiðtoga sinn. Sigur hans er traustur og afgerandi - úrslitin koma ekki að óvörum enda er Mundi vandaður og traustur maður. Enginn vafi leikur á því að hann er maðurinn sem Framsókn þarf til að rétta sinn hlut eftir hið sögulega afhroð árið 2006 og mun eflaust ná að laða til sín mikið fylgi.

Úrslit prófkjörsins í heildina markast af mikilli uppstokkun. Sitjandi bæjarfulltrúi hættir og nýju fólki er treyst fyrir uppbyggingu flokksstarfsins. Mundi fær afgerandi umboð til að leiða það starf á meðan hinir leiðtogaframbjóðendurnir fá báðir mikinn skell.

Gerður Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 2002-2006, sem féll naumlega úr bæjarstjórn í síðustu kosningum, fær mikinn skell og Hannes Karlsson náði ekki flugi í leiðtogaframboði sínu. Petrea Ósk og Sigfús Karlsson ná bæði settu marki, fá trausta kosningu.

Þetta er framboðslisti sem getur því sótt fram. Er ekki markaður af fortíðinni og hefur talsverð sóknarfæri, ekki ólíkt Samfylkingunni sem vann mikið fylgi í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafði ekki bæjarfulltrúa og gat sótt fram óhikað.

mbl.is Guðmundur sigraði í prófkjöri Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband