Samfylkingin á flótta frá samningum Svavars

Seint og um síðir hefur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, loksins lýst yfir efasemdum á valinu á Svavari Gestssyni sem aðalsamningamanni í Icesave-málinu, þó ekki segi hún það vera mistök. Þetta eru mikil tíðindi, eftir margra mánaða vörn stjórnarflokkanna við þann lélega samning sem Svavar og sendifulltrúar vinstri grænna komu með heim. Þetta er kjaftshögg fyrir vinstri græna sem hafa aldrei viljað viðurkenna mistökin með valinu á Svavari.

Þetta kalda mat þarf þó ekki að koma að óvörum, enda blasir við að þjóðin muni henda þessum samningi út í hafsauga í þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði. Samfylkingin er komin á flótta frá samningnum á meðan VG leggur allt púður sitt í að verja læriföður Steingríms - þeirra pólitíska fulltrúa í samningaferlinu.

Þessi samningur er á ábyrgð vinstri grænna, þeir völdu samningamanninn og þeir tóku málið úr því ferli sem það hafði verið. Allt á ábyrgð Samfylkingarinnar sem leyfði þeim að vinna málið áfram. Einhver verður að taka pólitíska ábyrgð á þessum afleita samningi ef tveir þriðju þjóðarinnar synja eins og kannanir sýna.

Nú á þjóðin valið - hún á að henda þessum samningi út í hafsauga. Enda vorum við með lélega samningamenn og klúðruðum málinu með lélegum stjórnmálamönnum á vaktinni og mistökum þeirra. Nóg er komið af þessu rugli. Þjóðin hefur nú valdið og á að senda skýr skilaboð.

mbl.is Skynsamlegt að fá erlendan samningamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband