Lukkuriðill fyrir KSÍ - spennandi leikir

Deila má um hvort íslenska karlalandsliðið sé heppið með riðilinn sinn í undankeppni EM 2012, en þetta er lukkudráttur fyrir Knattspyrnusamband Íslands peningalega. Það verður eflaust sneisafullt á Laugardalsvelli þegar íslenska liðið mætir því portúgalska og fær Ronaldo, einn vinsælasta knattspyrnumann heims í heimsókn.

Ekki amalegt fyrir íslenska knattspyrnumenn að fá Ronaldo, Riise, Agger og Deco í heimsókn í undankeppninni. Okkur hefur aldrei tekist að vinna Dani í landsleik og kominn tími til. Þetta verður spennandi og KSÍ getur vel við unað peningalega með þennan pakka.

mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband