Er Steingrímur J. með leynimakk í Icesave-málinu?

Steingrímur J. Sigfússon og vinstri grænir aðstoðarmenn hans í Icesave-málinu hafa því miður frá því vinstristjórnin tók við völdum sýnt og sannað að þeir hafa ekki hugsað um þjóðarhag fyrst og fremst. Því er trúverðugleiki þeirra flestra stórlega skaddaður í þessu máli, ekki er því miður hægt að treysta að farið sé rétt með og unnið að hag Íslendinga. Þetta er afar sorglegt, því íslenskum stjórnvöldum á ekki að vera minna ætlandi en verja íslenska hagsmuni og ná góðri samningsstöðu.

Nýjustu sögusagnir um vinnubrögð íslenska fjármálaráðherrans og fulltrúa á vegum hans eru afleitar ef sannar eru. Því miður hafa þessir menn unnið þannig síðasta árið að ekki er hægt að treysta öllu sem þaðan kemur. Menn sem hafa samið þjóðina í afleita stöðu, haldið illa á spilum, reynt að verja samning sem er ekki boðlegur og reynt að leggja allt undir til að fá hann samþykktan gegn þjóðarhag eru ekki lengur trúverðugir í sínu verkefni.

Unnið hefur verið baki brotnu að því síðustu vikur að reyna að ná einhverjum pólitískum stöðugleika um þetta hitamál, eftir að vinstristjórnin sigldi því í kaf með því að hafa ekkert samráð eða samstarf um það mánuðum saman. Miklu máli skiptir að pólitík samstaða náist um góðan og viðunandi samning fyrir íslensku þjóðina. Sé unnið að einhverjum díl bakvið tjöldin sem grefur undan þeirri samstöðu eða gerir hana að engu er það alvarlegt mál.

Því miður er það staðreynd eftir atburði síðustu mánaða að Steingrímur J. hefur ekki enn horfst í augu við alvarleg afglöp og mistök sendinefndar undir forystu Svavars Gestssonar, pólitísks læriföður síns. Samfylkingin hefur bakkað frá þeim samningi á meðan vinstri grænir geta ekki hugsað sér að viðurkenna alvarleg mistök á vakt þeirra síðasta árið... þeir bera ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafa verið... og verða að axla þá ábyrgð.

Vinstri grænir hafa sýnt og sannað að lýðræði er mjög sveigjanlegt hugtak í þeirra orðabók... nóg að líta á forvalið í Reykjavík sem var skólabókardæmi um léleg vinnubrögð... því er leynimakk og ógegnsæi í vinnubrögðum varla svo mikil tíðindi. Nóg höfum við séð af því á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar og flokksfélaga hans í Icesave-málinu.

mbl.is Grunur um leynimakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband