Sukkuð fjölskyldumynd úr góðærinu

baugsdjamm
Maður fær æluna alveg upp í kok við að sjá djammmyndina úr góðærinu þar sem Jón Ásgeir er gestgjafi bankastjóra og bissnessmanna í einhverju partýi erlendis. Þessi eina mynd segir meira en mörg orð um hversu sukkað og ógeðslegt íslenskt samfélag var fyrir hrun, þetta er vænni skammtur af vibba en Mónakó-klippan sem lak út fyrir nokkrum vikum þar sem allt var yfirfljótandi í glimmer og glassúr.

Verst af öllu er að breytingin í íslensku samfélagi er engin. Eftir svokallaða búsáhaldabyltingu í fyrra komst til valda ný ríkisstjórn, fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin hvorki meira né minna, eftir þingkosningar. Ekkert hefur breyst... hver skynjar breytingar? Við lifum í smákóngaveldi þar sem spilað er á handónýta ríkisstjórn sem hefur engin tök á vandanum eða stöðunni og auðjöfrarnir ná aftur fótfestu.

Sukkið og svínaríið lifir góðu lífi... þetta er algjörlega ógeðslegt... Þeir sem kusu yfir sig þessa vinstristjórn hljóta að vera illa vankaðir og aumir yfir þeirri stöðu sem þeir hafa fóstrað. Sukkið heldur áfram... spillingin aldrei verið meiri.

Myndin úr djamminu gæti þess vegna verið tekin í dag... sama liðið er enn að sukka og rís aftur upp tvíelft... með hjálp bankanna og ríkisstjórnar sem er steinsofandi á vaktinni... horfir þegjandi á sukkið og spillinguna magnast. Hreinn vibbi!

mbl.is Mynd á bloggsíðu vekur umtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband