Á að treysta því að fangarnir séu góðir gæjar?

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, er ekki öfundsverð að verja arfaslakar reglur um leyfi fanga, þar sem þeir fá eftirlitslaust að fara í bæinn, hafa vegabréf og eru ekki í farbanni. Hvers konar bjálfaskapur er þetta? Hvernig er hægt að treysta föngum með langan dóm á bakinu fyrir sólarhringsleyfi þegar þeir hafa öll tækifæri til að flýja? Þetta er absúrd í meira lagi. 

Af hverju er ekki fyrir löngu búið að breyta þessu? Var kannski ákveðið að bíða með að herða reglurnar til muna þar til að þær hefðu örugglega verið brotnar? Er það alltaf segin saga að bíða þurfi eftir því að menn gangi á lagið til að breyta lélegum reglum? Er sofandagangurinn algjör í kerfinu?

Þetta er heimskulegt í meira lagi. Hvernig er hægt að treysta föngum sem hafa vegabréf og eru ekki settir í farbann fyrir því að vera góðir gæjar og reyna ekki að strjúka?

Þvílík heimska.

mbl.is Reglum breytt vegna Guðbjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband