Halldór fer á Fréttablaðið - kemur Sigmund aftur?

Kjaftasaga kvöldsins er að skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sé hættur á Mogganum og fylgi Ólafi Þ. Stephensen á Fréttablaðið. Hann teiknaði skopmyndir á hinu sáluga blaði 24 stundum í ritstjórn Ólafs og fylgdi honum þaðan á Moggann. Mikil tíðindi, enda hefur Halldór fest sig í sessi sem skopmyndateiknari með næmt auga fyrir þjóðlífinu og rissar upp listagóðar myndir sem skanna það sem gerist í samfélaginu.

Þegar Halldór fór á Moggann var skopmyndateiknaranum Sigmund frá Eyjum bolað burt úr sínu skopmyndaplássi, sem hann hafði haft frá árinu 1964, með ömurlegum vinnubrögðum ritstjórnar Morgunblaðsins. Þetta voru ömurlegar aðferðir eftir áratugastarf Sigmunds fyrir Morgunblaðið.

Vonandi kemur Sigmund aftur! Ættu að vera hæg heimatökin, enda býr eigandi Moggans í Eyjum, ekki satt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband