Klofningur í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri

Mikil dramatík einkenndi fulltrúaráðsfund Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í gærkvöldi þar sem Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður, sagði sig úr flokknum og boðaði sérframboð. Mér þykir afar leitt að kjörnefnd bar ekki gæfu til að fara eftir úrslitum prófkjörs með sex efstu sæti og halda friðinn innan flokksins með því. Þetta er taktlaust og mjög vond vinnubrögð, því miður.

Ég taldi að úrslitin myndu standa og kjörnefnd myndi reyna að sameina flokksmenn á bakvið þennan sex manna hóp. Sigurður var 25 atkvæðum frá því að hljóta fjórða sætið og 40 atkvæðum að mig minnir frá bindandi kosningu. Hann tók vissulega mikla áhættu með mótframboði við sitjandi leiðtoga og virðist refsað fyrir það.

Þetta eru óþarfa leiðindi og boðar sárindi í flokkskjarnanum, enda er leitt að úrslitum prófkjörsins sé ekki fylgt og reynt að gera gott úr málum. Sérframboð er skaðlegt fyrir flokkinn, þetta ættu reyndir menn í starfinu að vita, menn sem upplifðu átökin eftir prófkjörið 1994 þar sem Jón Sólnes yngri og fylgismenn hans fóru sárir frá velli.

Þau sárindi komu illa niður á flokknum í kosningunum 1994. Sérframboð Sigurðar Guðmundssonar er vond tíðindi fyrir flokkinn, enda má hann varla við miklum áföllum. Sjálfur hef ég ekki verið virkur í félagsstarfinu í nokkurn tíma og horft á verkin þar úr fjarlægð, mætt á fundi, enda haft áhuga á pólitík.

Svona vinnubrögð laða fólk ekki að starfinu, því miður. Þessi vinnubrögð boða ekki gott.

mbl.is Segir sig úr flokknum og boðar sérframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband